„Þetta eru tvö lið sem eru metnaðarfull og vilja spila góðan fótbolta,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks eftir 2:0 sigur þeirra á Fram í kvöld.
„Mér fannst þetta hrikalega góð frammistaða að okkar hálfu. Við vorum með stjórn á leiknum frá byrjun til enda.
Við bárum virðingu fyrir Fram með því að taka þá virkilega alvarlega. Þeir hafa ekki tapað hér og skoruðu svona þrjú mörk gegn Víking og eru alltaf líklegir en þeir sköpuðu varla færi í dag. Það er ekki því þeir eru orðnir lélegir við spiluðum bara virkilega vel í dag og héldum vel í boltann og stjórnuðum leiknum allan tíman,“ sagði Höskuldur í viðtali við Mbl.is eftir leikinn í kvöld.
Jesus Yendis, í liði Fram fékk rautt spjald á 71. mínútu en ekki varð ekki að sjá mikla breytingu á leiknum þó að toppliðið væri manni fleiri en Framarar. „Auðvitað varð þetta þægilegra en við vorum búnir að fyrir spjaldið búnir að koma okkur í hrikalega góðar stöður, búnir að skapa mörg færi og skora eitt mark svo það breyttist ekki þannig séð mikið nei,“ sagði Höskuldur sem kom með mark um 15 mínútum eftir spjaldið.
Höskuldur var komin aftur inn á miðjuna en hann hefur verið að spila sem hægri bakvörður á tímabilinu. „Mér fannst það bara flott ég spilaði þar reglulega í fyrra og kann vel við mig þar og það er bara fínt að fá smá fjölbreytni í lífið. Hvort þetta sé breyting sem við ætlum að halda okkur við er spurning fyrir Óskar,“ sagði Höskuldur.