Barist við toppinn og botninn

Stjarnan og Afturelding mætast í kvöld.
Stjarnan og Afturelding mætast í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Annars vegar mætast Þór/KA og Þróttur úr Reykjavík á Akureyri og hins vegar Stjarnan og Afturelding í Garðabænum.

Þróttur er í þriðja sæti með 25 stig, einu stigi á undan Stjörnunni, og eru liðin í harðri baráttu fyrir neðan Val og Breiðablik, sem eru í tveimur efstu sætunum.

Þróttur getur jafnað Breiðablik í öðru sæti á stigum með sigri á meðan Stjarnan freistar þess að fara upp í þriðja sæti á kostnað Þróttar.

Þór/KA og Afturelding, andstæðingar Þróttar og Stjörnunnar í kvöld, eru í harðri fallbaráttu. Afturelding er í næstneðsta sæti, sem er fallsæti, með níu stig og einu stigi á eftir Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan.

Leikir kvöldsins eru því mikil vægir í baráttunni um annað og þriðja sæti og í fallslagnum. Þeir verða báðir í beinum textalýsingum á mbl.is.

Staðan í deildinni
Staðan í deildinni mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert