Heilsuðust sem fyrirliðar og skoruðu báðir sjálfsmark

Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni.
Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni. mbl.is/Arnþór

Ansi margt áhugavert átti sér stað þegar Leiknir úr Reykjavík vann KR 4:3 í mögnuðum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í Breiðholti í gærkvöldi.

Þar má til dæmis nefna að fyrirliðar liðanna, Bjarki Aðalsteinsson hjá Leikni og Arnór Sveinn Aðalsteinsson hjá KR, eru albræður.

Enn athyglisverðara er að þeir bræður urðu báðir fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gærkvöldsins.

Bjarki jafnaði metin í 1:1 fyrir KR með sjálfsmarki á 42. mínútu en í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Arnór Sveinn Leikni yfir að nýju með sjálfsmarki og staðan því 2:1, Leikni í vil, í leikhléi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka