Miðasalan fyrir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna í fótbolta er hafin, en leikurinn fer fram föstudaginn 2. september klukkan 17:30 á Laugardalsvelli.
Leikurinn er sá næstsíðasti í undankeppninni og fer Ísland í toppsætið með sigri. Ísland á þá aðeins eftir að mæta Hollandi á útivelli í lokaleiknum fjórum dögum síðar í Utrecht, sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og beinan farmiða á heimsmeistaramótið.
Miðasalan fer fram á Tix.is og má nálgast miða með því að smella hér, en verð á miðum er frá 1.000 krónum til 4.000 krónur.