Þrenna í Grindavík og FH nálgast efstu deild

FH er komið með annan fótinn í efstu deild eftir …
FH er komið með annan fótinn í efstu deild eftir sigur kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti stórleik fyrir FH þegar liðið lagði Grindavík að velli í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Grindavíkurvelli í Grindavík í 16. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri FH-inga en Telma gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir FH í fyrri hálfleik. 

Þá bætti Maggý Lárentsínusdóttir við fjórða marki Hafnfirðinga í síðari hálfleik en FH er með 40 stig í efsta sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.

HK og Víkingur úr Reykjavík eigast nú við í Kórnum í Kópavogi og tapi HK tryggir FH sér sæti í efstu deild að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert