Ég þurfti ekki að segja neitt í hálfleik

Pétur Pétursson fagnar vel með sínu liði í dag.
Pétur Pétursson fagnar vel með sínu liði í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var skiljanlega hæstánægður með að stýra kvennaliði Vals til bikarmeistaratitils með 2:1-sigri á Breiðabliki í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í dag. Breiðablik var með 1:0-forskot eftir fyrri hálfleik en Valsliðið var mun betra í seinni hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikur var ekki erfiður, en við vorum ekki upp á okkar besta. Samt vorum við að skapa okkur tækifæri til að skora. Við löguðum pressuna í seinni hálfleik, fórum framar á þær og spiluðum okkar leik, eins og við erum vön því að gera og höfum gert undanfarin ár,“ útskýrði Pétur í samtali við mbl.is eftir leik.

„Mér fannst við miklu betri allan seinni hálfleikinn og það er gaman að vinna svoleiðis. Ég sagði ekkert í hálfleik. Þessar stelpur eru svo góðar í fótbolta og með mikinn fótboltahaus. Ég þurfti ekki að segja neitt,“ bætti hann við.

Pétur gerði ekki eina einustu skiptingu í leiknum, þar sem honum leist vel á það sem Valsliðið var að bjóða upp á. „Mér fannst jafnvægið í liðinu mjög gott og sá enga ástæðu til að breyta því. Við jöfnuðum líka í 1:1 og komumst svo í 2:1 og það var fínt að klára þetta eins og við vorum að gera.“

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur komið sterk inn í Valsliðið síðustu vikur, eftir að hafa leikið fyrri hluta tímabilsins að láni hjá Aftureldingu. Hún lék allan leikinn í dag. „Ég sá þetta fyrir áður en hún fór á lán en aðstæðurnar voru þannig að hún vildi fara til Aftureldingar á þessum tímapunkti en ég vildi alltaf fá hana til baka,“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka