Breiðablik með níu stiga forystu

Brynjar Hlöðversson úr Leikni og Andri Rafn Yeoman hjá Breiðabliki …
Brynjar Hlöðversson úr Leikni og Andri Rafn Yeoman hjá Breiðabliki eigast við í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik vann 4:0 sig­ur á Leiki Reykja­vík í Bestu deild karla í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í kvöld og er að stinga af á toppi deild­ar­inn­ar með níu stiga for­skot á KA.

Breiðablik byrjaði leik­inn mun sterk­ari og lá inn í teig Leikn­is frá fyrstu mín­útu og á fyrstu 20 mín­út­un­um voru Blikar stór­hættu­leg­ir og meðal ann­ars skaut Gísli Eyj­ólfs­son í þverslánna í upp­hafi leiks.

Á 29. mín­útu fór Óttar Bjarni Guðmunds­son af velli með höfuðhögg eft­ir horn­spyrnu Blika. Í næstu horn­spyrnu kom síðan fyrsta mark leiks­ins á 32. mín­útu en það skoraði Mikk­el Qvist með skalla en Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son tók horn­spyrn­una, 1:0.

Und­ir lok fyrri hálfleiks fékk Breiðablik víta­spyrnu eft­ir að Ísak Snær fór niður í teig Leikn­is. Fyr­irliðinn, Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son tók spyrn­una en Atli Jónas­son valdi rétt horn og varði vítið svo staðan var 1:0 þegar hálfleik­ur var flautaður á.

Annað mark leiks­ins kem­ur síðan fimm mín­út­ur inn í seinni hálfleik. Sölvi Snær Guðbjarg­ar­son vann bolt­ann hátt uppi á vell­in­um og keyrði inn að teign­um, þar hafði hann nóg af plássi og læt­ur vaða fyr­ir utan teig­inn og bolt­inn end­ar inni.

Gísli Eyj­ólfs­son skoraði svo þriðja mark Blika en hann átti virki­lega góðan leik. Ísak Snær renndi bolt­an­um aft­ur fyr­ir sig þar sem Gísli var mætt­ur og setti hann í markið, 3:0. Und­ir lok leiks gull tryggði Breiðablik svo sig­ur­inn með marki frá Degi Dan eft­ir stoðsend­ingu frá Gísla. Blikar eru nú með 45 stig á toppi deild­ar­inn­ar, níu stig­um frá KA í 2. sæti. Leikn­ir sit­ur nú í neðsta sæti með 13 stig.

Breiðablik 4:0 Leikn­ir R. opna loka
skorar Mikkel Qvist (32. mín.)
skorar Sölvi Snær Guðbjargarson (50. mín.)
skorar Gísli Eyjólfsson (71. mín.)
skorar Dagur Dan Þórhallsson (86. mín.)
Mörk
fær gult spjald Höskuldur Gunnlaugsson (68. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Daði Bærings Halldórsson (15. mín.)
mín.
90 Leik lokið
86 MARK! Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) skorar
4:0 - Gísli rennir boltanum fyrir Dag sem tekur tekur eina snetringu og hamrar honum inn.
81 Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) kemur inn á
81 Dagur Austmann Hilmarsson (Leiknir R.) fer af velli
81 Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) kemur inn á
81 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
81 Zean Dalügge (Leiknir R.) á skot sem er varið
Æfingaskot fyrir Anton.
78 Omar Sowe (Breiðablik) kemur inn á
78 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
78 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) kemur inn á
78 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
78 Breiðablik fær hornspyrnu
78 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Frábært skot en það fer aðeins í Bjark og út af.
76 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
75 Breiðablik fær hornspyrnu
71 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
3:0! Ísak á skot sem er varið, Kristinn fær boltann fyrir framan markið og reynir snúnin en varnarmaður Leiknis kemur honum aðein frá en þar er Ísak aftur mættur, hann rennir boltanum aftur fyrir sig á Gísla sem neglir honum í hornið.
68 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fær gult spjald
67 Breiðablik fær hornspyrnu
66 Breiðablik fær hornspyrnu
64
Mikkel Dahl hefði getað komið Leikni aftur inn í leikinn með marki en það er dæmt af vegna rangstöðu.
63 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) kemur inn á
63 Mikkel Qvist (Breiðablik) fer af velli
63 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
63 Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) fer af velli
59
Gísli gerir vel og vinnur boltann á miðjunnu. Tekur sprett upp völlin og hefur Ísak með sér, sendir á hann en Ísak kemur sér ekki í skotið og boltinn endar út af
56 Róbert Hauksson (Leiknir R.) kemur inn á
56 Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) fer af velli
56 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) kemur inn á
56 Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) fer af velli
51 Leiknir R. fær hornspyrnu
50 MARK! Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) skorar
2:0 - Sölvi vinnur boltann hátt uppi á vellinum eftir innkast hjá Leikni og tekur á rás að tegnum þar sem hann kemur sér vel fyrir með nóg af plássi og á fast skot sem endar inni.
49 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
46 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Boltinn datt fyrir Dag eftir hornspyrnuna og hann með ágætis tilraun en yfir fór boltinn.
46 Breiðablik fær hornspyrnu
Brotið á Gísla og Blikar fá aukaspyrnu á ágætis stað en Skotið frá Degi varið og út af.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
1:0 er staðan og Blikar hafa legið í sókn en alltaf vantað herslumuninn á loka metrunum.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
45 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) skorar ekki úr víti
ATLI JÓNASSON VARÐI. Höskuldur hefur tekið mun betri víti og Ati fer í rétt horn og tekur þetta. Hefði mátt vera mun ákveðnar hjá Höskuldi.
45
VÍTI! Sölvi á skot sem er varies boltinn fer á Ísak sem er brotið á.
40
Andri með lúmskt skot sem hefði getað endað inni en Bjarki vel staðsettur í vörn Leiknis og kemur þessum út af. Brot frá Ísaki rétt fyrir skotið verður samt að verkum að Blikar fá ekki hornið og ef þetta hefði verið mark hefði það líklegast ekki staðið.
34 Breiðablik fær hornspyrnu
34 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar að sýna taktana sína inn á velliinum sem endar svo í skotfæri fyrir Gísla en í varnarmann fer hann og yfir
32 MARK! Mikkel Qvist (Breiðablik) skorar
1:0! Blikar búnir að vera að ógna allan leikinn og nú loksins kom markið. Höskuldur tekur hornspyrnu og Mikkel stekkur manna hæst og kom honum inn.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
29 Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) á skot framhjá
Dagur með langt innkast og boltinn endar hjá Birgi fyrir utan teig en skot hans himinhátt
27 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) kemur inn á
27 Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.) fer af velli
26
Tveir Leiknismenn liggja niðri eftir að hafa skallað saman í horninu og Leiknir undirbýr skiptingu
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Dagur hreinsar í horn, Gísli hjá honum þetta hefði verið hættulegt en Dagur gerir vel.
18 Zean Dalügge (Leiknir R.) á skot framhjá
Leiknismenn vinna boltann á hættulegum strað á vallarhelmingi Blika og Zean fær boltann í gegn en skot hans rétt framhjá
17 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fékk pláss og tíma, leit upp og tók skot sem endað lengst yfir
15 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
15 Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) fær gult spjald
Reif í Dag
11 Breiðablik fær hornspyrnu
11
Ísak með hælsendingu á Sölva en skot hans í varnarmann, Höskuldur heldur þessu á lífi og stuttu seinna berst boltinn aftur á Ísak en hann nær ekki góðu skoti, bara tímaspursmál hvenær á næstu mínútum Blikar skora.
7 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
FÆRI! Gísli með rosalegt skot sem fer í þverslánna og á marklínuna, Sölvi stekkur upp með Altla en Alti nær að kýla þetta til hliðar, þar stóð Ísak en hann setti boltann í hliðarnetið.
3 Breiðablik fær hornspyrnu
2 Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) á skot sem er varið
1 Leikur hafinn
0
Þrjár breytingar eru á liði Blika en á bekkin frá síðasta leik þeirra fara Oliver Sigurjónsson, Elfar Freyr Helgason, Viktor Karl Einarsson. Mikkel Quist, Damir, Gísli Eyjólfsson og Dagur Dan koma inn í þeirra stað
0
Leiknis menn gera eina breytingu á byrjunarliði sínu frá síðsta leik gegn KR sem þeir unnu 4:3. Kristófer Konráðsson er ekki í hóp vegna meiðsla og í hans stað kemur Hjalti Sigurðsson.
0
Ef Leiknir vinnur Blika í kvöld komast þeir upp úr fallsæti. Leiknir hefur samt aldrei unnið Breiðablik svo það væri sögulegt ef þeim tækist það í kvöld.
0
Breiðablik er í toppsætinu með 42 stig og Leiknir í ellefta með 13 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Leiknis úr Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson (Anton Logi Lúðvíksson 78), Mikkel Qvist (Elfar Freyr Helgason 63), Damir Muminovic, Davíð Ingvarsson (Viktor Elmar Gautason 81). Miðja: Andri Rafn Yeoman, Sölvi Snær Guðbjargarson (Kristinn Steindórsson 63), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson (Omar Sowe 78), Jason Daði Svanþórsson.
Varamenn: (M), Oliver Sigurjónsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórsson, Brynjar Atli Bragason, Anton Logi Lúðvíksson, Viktor Elmar Gautason, Omar Sowe.

Leiknir R.: (5-3-2) Mark: Atli Jónasson. Vörn: Birgir Baldvinsson, Brynjar Hlöðvers, Óttar Bjarni Guðmundsson (Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 27), Bjarki Aðalsteinsson, Dagur Austmann Hilmarsson (Ósvald Jarl Traustason 81). Miðja: Zean Dalügge, Emil Berger, Daði Bærings Halldórsson (Mikkel Jakobsen 56). Sókn: Mikkel Dahl, Hjalti Sigurðsson (Róbert Hauksson 56).
Varamenn: Eyjólfur Tómasson (M), Ósvald Jarl Traustason, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Róbert Quental Árnason, Róbert Hauksson, Loftur Páll Eiríksson, Mikkel Jakobsen.

Skot: Breiðablik 13 (7) - Leiknir R. 3 (1)
Horn: Breiðablik 11 - Leiknir R. 1.

Lýsandi: Ásta Hind Ómarsdóttir
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
28. ágú. 2022 19:15

Aðstæður:

Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert