Breiðablik vann 4:0 sigur á Leiki Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld og er að stinga af á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á KA.
Breiðablik byrjaði leikinn mun sterkari og lá inn í teig Leiknis frá fyrstu mínútu og á fyrstu 20 mínútunum voru Blikar stórhættulegir og meðal annars skaut Gísli Eyjólfsson í þverslánna í upphafi leiks.
Á 29. mínútu fór Óttar Bjarni Guðmundsson af velli með höfuðhögg eftir hornspyrnu Blika. Í næstu hornspyrnu kom síðan fyrsta mark leiksins á 32. mínútu en það skoraði Mikkel Qvist með skalla en Höskuldur Gunnlaugsson tók hornspyrnuna, 1:0.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Breiðablik vítaspyrnu eftir að Ísak Snær fór niður í teig Leiknis. Fyrirliðinn, Höskuldur Gunnlaugsson tók spyrnuna en Atli Jónasson valdi rétt horn og varði vítið svo staðan var 1:0 þegar hálfleikur var flautaður á.
Annað mark leiksins kemur síðan fimm mínútur inn í seinni hálfleik. Sölvi Snær Guðbjargarson vann boltann hátt uppi á vellinum og keyrði inn að teignum, þar hafði hann nóg af plássi og lætur vaða fyrir utan teiginn og boltinn endar inni.
Gísli Eyjólfsson skoraði svo þriðja mark Blika en hann átti virkilega góðan leik. Ísak Snær renndi boltanum aftur fyrir sig þar sem Gísli var mættur og setti hann í markið, 3:0. Undir lok leiks gull tryggði Breiðablik svo sigurinn með marki frá Degi Dan eftir stoðsendingu frá Gísla. Blikar eru nú með 45 stig á toppi deildarinnar, níu stigum frá KA í 2. sæti. Leiknir situr nú í neðsta sæti með 13 stig.