Ég var kannski aðeins of graður í fyrri

Sölvi Snær Guðbjargarson í baráttunni í kvöld.
Sölvi Snær Guðbjargarson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

„Brynjar Atli er búin að vera að bögga mig aðeins of mikið á þessu og ég næ loksins að troða sokk í hann í dag, sagði Gísli Eyjólfsson sem var valinn maður leiksins á Kópavogsvelli í 4:0 sigri Breiðabliks á Leikni í kvöld.

Gísli var gríðarlega öflugur í leiknum og fékk mikið af færum en kom sér í mikið af færum og skapaði fyrir aðra. Hann átti skot í þverslánna, lagði upp mark og skoraði í leiknum í kvöld.

„Ég fann á mér að ég væri að fara að skora í dag, ég var kannski aðeins of graður í fyrri hálfleik en sem betur fer þá datt þetta fyrir mér í lokin,“ sagði Gísli Eyjólfsson en Brynjar Atli, varamarkmaður Breiðabliks hefur verið að gera grín að Gísla en þetta er hans fyrsta mark í sumar í deildinni.

Gísli Eyjólfsson skoraði í kvöld.
Gísli Eyjólfsson skoraði í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir sigurinn í kvöld situr Breiðablik á toppi deildarinnar með 45 stig eftir 19 leiki. „Þetta er miklu lengra mót en áður og við vitum ekki hvernig þessi úrslitakeppni spilast,“ sagði Gísli en eftir aðeins þrjá leiki verður deildinni skipt upp í tvo hluta það sem efstu sex liðin keppast um titilinn og Evrópusæti.

Auðvitað eiga allir séns. Það er nóg eftir og við tökum bara einn leik í einu,“ bætti Gísli við en Blikar eru nú með níu stiga forskot á toppnum og liðin taka stigin með sér inn í úrslitakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka