Þær skildu allt eftir

Natasha Anasi í baráttunni við Sólveigu Larsen í gær.
Natasha Anasi í baráttunni við Sólveigu Larsen í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

Ásmund­ur Arn­ars­son, þjálf­ari kvennaliðs Breiðabliks í fót­bolta, var að von­um svekkt­ur eft­ir 1:2-tap fyr­ir Val í bikar­úr­slit­um á Laug­ar­dals­velli í gær. Breiðablik var með 1:0-for­skot í hálfleik en Valsliðið var sterk­ara í seinni hálfleik og sneri tafl­inu sér í vil.

„Þetta var flott­ur fyrri hálfleik­ur og það var góður kraft­ur í okk­ur. Liðið var hættu­legt og við náðum for­yst­unni. Vals­ar­arn­ir koma inn í seinni hálfleik­inn með meiri kraft en við og taka völd­in á vell­in­um. Okk­ur vantaði kraft til að halda sama dampi og í fyrri hálfleik og svo gef­um við þeim ódýr mörk, því miður,“ sagði Ásmund­ur við mbl.is eft­ir leik.

Eins og gef­ur að skilja vildi Ásmund­ur fá meira af því sama í seinni hálfleik frá sínu liði, en það gekk ekki eft­ir. „Við ætluðum að halda áfram því sem við vor­um að gera en sum­ir leik­menn hjá mér hafa ekki verið að spila mikið af leikj­um und­an­farið og það er kannski eitt­hvað sem við réðum ekki við og því fór kraft­ur­inn aðeins úr okk­ur.

Ásmundur Arnarsson þjálfar Breiðablik.
Ásmund­ur Arn­ars­son þjálf­ar Breiðablik. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Ég er ánægður með stelp­urn­ar heilt yfir í leikn­um og yfir all­an leik­inn. Þær skildu allt eft­ir og gerðu allt sem var mögu­lega hægt að ætl­ast til af þeim. Því miður dugði það ekki til gegn sterku Valsliði.“

Breiðablik fékk tæki­færi til að jafna í 2:2 und­ir lok­in en inn vildi bolt­inn ekki. Sandra Sig­urðardótt­ir varði m.a. virki­lega vel frá Önnu Pe­tryk úr hættu­legri auka­spyrnu.

„Það vantaði herslumun­inn. Við vor­um ná­lægt þessu í hörku­leik. Þessi leik­ur hefði al­veg eins getað endað okk­ar meg­in. Kraft­ur­inn var okk­ar í fyrri, þeirra í seinni og því miður ná þær tvær mörk­um og við einu. Það munaði ekki miklu í dag,“ sagði þjálf­ar­inn.

Breiðablik hef­ur orðið fyr­ir nokkr­um stór­um áföll­um að und­an­förnu. Lyk­il­menn eru ým­ist farn­ir eða meidd­ir, liðið fallið úr leik í Meist­ara­deild­inni og svo tap í bikar­úr­slit­um.

„Það þýðir ekk­ert annað en að líta upp, horfa fram á veg­inn og horfa á næsta verk­efni. Það er búið að vera fullt í gangi og við höf­um smá tíma til að tjasla okk­ur sam­an núna og byggja upp stemn­ingu fyr­ir loka­hlut­ann af mót­inu. Við eig­um fimm leiki eft­ir og við þurf­um að stíga upp úr þessu og gera bet­ur,“ sagði Ásmund­ur.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert