Vantaði einhverja sentimetra

Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR.
Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR. mbl.is/Kristinn Steinn

„Við hefðum lík­lega þurft ör­lítið meiri ein­stak­lings­gæði og í fyr­ir­gjaf­ir og síðustu send­ing­ar fyr­ir markið,“  sagði Rún­ar Krist­ins­son þjálf­ari KR eft­ir marka­laust jafn­tefli gegn FH þegar liðin mætt­ust í Vest­ur­bæn­um í dag og léku í efstu deild karla í fót­bolta, Bestu deild­inni.

„Við erum meira og minna með bolt­ann all­an leik­inn, herj­um á FH en FH er flott lið með fullt af góðum leik­mönn­um, sem er ekki í þeirri stöðu sem þeir eru í – al­veg eins og við – en við reynd­um hvað við gát­um, sótt­um og sótt­um, reynd­um að koma okk­ur í stöður til að skapa betri færi en náðum ekki að skapa okk­ur nægi­lega mörg mark­tæki­færi.  Gát­um samt gert út um leik­inn í fyrri hálfleik en að sama skapi er ég ánægður með að við hleypt­um FH ekki oft yfir miðju í seinni hálfleik því þegar FH vann bolt­ann unn­um við hann strax af þeim aft­ur.“

Óhætt er að segja að FH hafi lagt mikla áherslu á varn­ar­leik­inn eft­ir hlé og tókst þar vel upp en  Rún­ar þjálf­ari seg­ir það líka átt að gefa sín­um mönn­um færi. „FH-ing­ar ætluðu ekki að fá á sig mark og ég ber virðingu fyr­ir því, menn leggja upp leiki eins og þeir vilja en við leggj­um þá upp til að vinna, hvort sem FH leggst aft­ar á völl­inn og ætl­ar að beita skynd­isókn­um til að skora eitt sig­ur­mark.  Það er ein leið til að ná í góð úr­slit, sér­stak­lega þar sem gengi FH í deild­inni hef­ur verið brösótt og maður skil­ur það en þá skap­ar það okk­ur meiri tíma og pláss að hafa bolt­ann en við þurf­um að nýta það bet­ur, opna bet­ur leik­inn en FH lokaði vel á okk­ur svo okk­ur tókst ekki að skapa mikið af fær­um, það vantaði ein­hverja senti­metra uppá,“ sagði þjálf­ar­inn.

Þeir voru ekki að elt­ast við öll stig­in

Pálmi Rafn Pálma­son fyr­irliði KR seg­ir sína menn hafa átt að bregðast við þétt­um varn­ar­leiki FH. „Mér fannst fátt um færi, þegar maður spá­ir í þetta eft­ir leik,“ sagði Pálmi Rafn eft­ir leik­inn.  Ég veit ekki hvað við vor­um mikið með bolt­ann, það var mun meira og held að þeir hafi ekk­ert sér­stak­lega verið að elt­ast við öll stig­in og séu bara ánægður með eitt.   Ég held að það hafi verið upp­leggið hjá FH en við ætluðum okk­ur þrjú stig, reynd­um allt til þess FH-ing­ar voru hins­veg­ar þétt­ir og gerðu okk­ur erfitt fyr­ir, það var synd að fá ekki náð sigri í dag.  Mér fannst FH ætla að verja stigið og allt í góðu með það en þá er það okk­ar að reyna leysa það mál en náðum ekki al­veg að gera það í dag, vor­um svo­lítið mis­tæk­ir í síðustu send­ingu og að gera út um sókn­ir – þó þær hafi ekki verið marg­ar þá voru fyr­ir­gjaf­ir okk­ar sér­stak­lega að klikka og þessi loka­send­ing, sem var ekki nógu ná­kvæm.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert