Blikum nægja þrettán stig

Blikar fagna marki Ísaks Snæs Þorvaldssonar í gær.
Blikar fagna marki Ísaks Snæs Þorvaldssonar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik steig mikilvægt skref í átt að Íslandsmeistaratitli karla í fótbolta með því að sigra Valsmenn, 1:0, í lokaleik 20. umferðar Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld.

Blikar slógu um leið eigið stigamet í deildinni en þeir fengu 47 stig í fyrra og 44 stig þegar þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2010. Nú eru stigin orðin 48 og enn eru tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni, auk fimm leikja í úrslitakeppninni.

Reyndar hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistari í gærkvöld ef leiknar væru hefðbundnar 22 umferðir í deildinni. Einhverjir kölluðu þá deildarmeistara eftir leikinn í gær en þannig er það ekki. Deildin heldur áfram í október þegar fimm umferðum er bætt við, bæði í efri og neðri hluta hennar. 

Greinina má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert