Stefanie van der Gragt reyndist hetja Hollands þegar liðið vann afar dramatískan sigur gegn Íslandi í C-riðli undankeppni HM kvenna 2023 í knattspyrnu í Utrecht í Hollandi í kvöld.
Sárgrætilegt tap og Ísland í umspil
Leiknum lauk með 1:0-sigri Hollands en van der Gragt skoraði sigurmark leiksins með skallamarki á lokamínútum leiksins.
Með markinu tryggði Holland sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar en Ísland þarf að fara í umspil.
NEI !!!! Stefanie van der Gragt kemur Hollendingum yfir á 93. mínútu. 1-0 fyrir Holland. Þvílík vonbrigði. pic.twitter.com/scY6qGbkFe
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 6, 2022