Gefa allan ágóða til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi

Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi í …
Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi í lok síðasta mánaðar og kveikti á friðarkertum til þess að sýna þeim samhug og hluttekningu sem eiga um sárt að binda vegna harmleiksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalið Augnabliks í knattspyrnu hefur tilkynnt að það muni rukka 1.500 krónur á leik liðsins gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild næstkomandi laugardag. Allur ágóði sem safnast mun renna óskiptur til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi í síðasta mánuði.

Tveir létust og einn særðist í skotárás í bænum þann 21. ágúst síðastliðinn.

Kormákur/Hvöt er sameiginlegt lið bæjarliða Hvammstanga og Blönduósar. Hilmar Þór Kárason, markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, er á meðal nánustu aðstandenda.

„Kormákur/Hvöt kemur í heimsókn til okkar næstu helgi. Rukkað verður 1500 kr inn á leikinn og mun aðgangseyrinn renna óskiptur til aðstandenda hins sorglega atburðs síðasta mánaðar.

Viljum sjá sem flesta á laugardaginn kl. 14 í Fífunni!” sagði í færslu Augnabliks á twitteraðgangi liðsins.

Þeir sem eiga ekki heimangengt á leikinn á laugardag geta samt sem áður lagt málefninu lið. Það er hægt að gera með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0536-26-014085
Kennitala: 660195-2899

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert