Fylkir hampar titlinum

Fylkismenn með bikarinn að leik loknum.
Fylkismenn með bikarinn að leik loknum. mbl.is/Óttar

Fylkir vann auðveldan 4:0 sigur á Þrótti úr Vogum í íslensku 1. deildinni í knattspyrnu í Árbænum í dag og tryggði sér þar með sigur í deildinni fyrir lokaumferðina.

Fylkismenn voru þegar komnir í 3:0 forystu þegar Nikola Djuric lét reka sig af velli í liði Þróttara á 53. mínútu. Óskar Borgþórsson, Benedikt Garðarsson og Mathias Laursen skoruðu mörk Fylkis en Andy Pew gerði sjálfsmark í liði gestanna.

Þá vann Grindavík 4:3 heimasigur á HK en það kom ekki að sök fyrir HK þar sem liðið var þegar búið að tryggja sér annað sætið í deildinni og leikur þar með í Bestu deildinni á næstu leiktíð ásamt Fylki.

Leikmenn HK voru manni færri frá 22. mínútu en Arnþór Ari Atlason fékk að líta tvö gul spjöld á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik. Tíu HK-ingar jöfnuðu þó tvisvar í leiknum, 1:1 og 2:2, en Grindavíkingar komust síðan í 4:2 í seinni hálfleiknum.

Freyr Jónsson, Símon Logi Thasaphong, Aron Jóhannsson og Kristófer Páll Viðarsson skoruðu fyrir Grindavík en Örvar Eggertsson skoraði tvö marka HK og Þorbergur Þór Steinarsson eitt.

Grótta vann 1:0 útsigur á Fjölni í Grafarvogi þar sem Kjartan Halldórsson skoraði sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok. Grótta er í 3. sæti með 34 stig þegar ein umferð er eftir. Fjölnir er sæti neðar með stigi minna.

KV vann þá 1:0 heimasigur á Þór. Hrafn Tómasson skoraði sigurmarkið á 56. mínútu en KV var þegar fallið niður í 2. deild ásamt Þrótti úr Vogum. 

Kórdrengir unnu 4:0 heimasigur á Aftureldingu. Sverrir Hjaltested skoraði tvö fyrstu mörk Kórdrengja en Arnleifur Hjörleifsson og Axel Harðarson bættu við tveimur mörkum á síðustu níu mínútum leiksins.

Kórdrengir eru í 5. sæti með 30 stig. Afturelding er í 6. sæti með 29 stig.

Þá gerðu Vestri og Selfoss 2:2 jafntefli á Ísafirði. Selfyssingar komust tvisvar í forystu í leiknum en Martin Montipo náði að jafna fyrir Vestra í lokin. Gonzalo Zamorano gerði fyrsta mark Selfoss í fyrri hálfleik áður en Nikolaj Madsen jafnaði metin. Christian Jimenez kom þá Selfyssingum aftur yfir er hann setti boltann í eigið net áður en Montipo jafnaði svo metin undir lokin.

Selfoss er í 7. sæti með 28 stig. Vestri er sæti neðar með stigi minna.

Fylkir vann auðveldan 4:0 sigur í dag.
Fylkir vann auðveldan 4:0 sigur í dag. Ljósmynd/Óttar Geirsson
Leikmenn Fylkis og Þróttar í baráttunni
Leikmenn Fylkis og Þróttar í baráttunni Ljósmynd/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert