Aron Einar og Alfreð í landsliðshópnum

Aron Einar Gunnarsson í leik gegn Færeyingum í júní 2021.
Aron Einar Gunnarsson í leik gegn Færeyingum í júní 2021. Ljósmynd/Heri

Aron Einar Gunnarsson er kominn í íslenska karlalandsliðið á nýjan leik eftir 15 mánaða fjarveru en hann er í leikmannahópnum sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti rétt í þessu á fréttamannafundi KSÍ í Laugardalnum.

Sá hópur er valinn fyrir vináttuleik gegn Venesúela sem fram fer í Austurríki 22. september og lokaleikinn í Þjóðadeild UEFA gegn Albaníu sem fram fer í Tirana 27. september.

Aron, sem á 97 landsleiki að baki, lék síðast vináttulandsleik gegn Póllandi í júní 2021 en hefur verið utan hóps síðan vegna rannsóknar á meintu kynferðisbrotamáli sem var síðan felld niður í sumar.

Alfreð Finnbogason kemur einnig inn í hópinn eftir nokkurt hlé en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Þá er Guðlaugur Victor Pálsson með á ný.

Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson og Brynjar Ingi Bjarnason eru hinsvegar ekki í hópnum að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
17/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Alanyaspor
  4/0 Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland
  1/0 Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking Stavanger

Varnarmenn:
41/2 Hörður Björgvin Magnússon, Panathinaikos
25/1 Hjörtur Hermannsson, Pisa
13/0 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt
10/0 Daníel Leó Grétarsson, Slask Wroclaw
  7/0 Davíð Kristján Ólafsson, Kalmara

Miðjumenn:
110/15 Birkir Bjarnason, Adana Demirspor
  97/2 Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi
  29/1 Guðlaugur Victor Pálsson, DC United
  14/1 Aron Þrándarson, OB
  14/1 Mikael Anderson, AGF
  13/1 Ísak B. Jóhannesson, Köbenhavn
  12/2 Þórir Jóhann Helgason, Lecce
  12/1 Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg
    3/0 Hákon Arnar Haraldsson, Köbenhavn

Sóknarmenn:
61/15 Alfreð Finnbogason, Lyngby
21/4 Jón Dagur Þorsteinsson, OH Leuven
21/2 Arnór Sigurðsson, Norrköping
16/1 Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg
  9/2 Andri Lucas Guðjohnsen, Norrköping
  6/0 Mikael Egill Ellertsson, Spezia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert