Fram og Grótta tryggðu sér í dag tvö efstu sætin í 2. deild kvenna í knattspyrnu og þar með sæti í 1. deildinni á næsta ári með sigrum í næstsíðustu umferð deildarinnar.
Leikið er með sama fyrirkomulagi í 2. deild kvenna og í Bestu deild karla en sex efstu liðin héldu áfram og spila einfalda umferð á lokasprettinum.
Fram sótti ÍR heim í dag og sigraði 2:0. Framkonur eru því komnar með 38 stig þegar einni umferð er ólokið, eru komnar upp og tryggðu sér jafnframt meistaratitil deildarinnar með sigrinum.
Grótta vann KH 5:1 á Hlíðarenda og er með 34 stig fyrir lokaumferðina.
Völsungur hefði getað keppt við Gróttu um annað sætið í lokaumferðinni en beið lægri hlut fyrir ÍA á heimavelli í dag, 0:2, og er því með 30 stig í þriðja sætinu. ÍR er síðan með 29 stig, ÍA 28 og KH 16 stig í fjórða til sjötta sæti.
💙👏🏽💥 LENGJUDEILDIN 2023 💥👏🏽💙
— Grótta knattspyrna (@Grottasport) September 18, 2022
Grótta fór með öruggan sigur á KH í úrslitakeppni 2. deildar í dag en leikurinn fór 5-1 fyrir Gróttu.
Með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í Lengjudeildinni að ári 💥!!! pic.twitter.com/vOsTivKxh7