Hallgrímur sló 31 árs gamalt met hjá KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið alla leiki KA í deildinni …
Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið alla leiki KA í deildinni í ár, rétt eins og undanfarin fimm ár. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hallgrímur Mar Steingrímsson sló í gær leikjamet KA í efstu deild karla í fótbolta en það hafði staðið óhaggað í 31 ár.

Hallgrímur lék sinn 128. leik með KA í deildinni og fór með því fram úr Erlingi Kristjánssyni, fyrirliða Íslandsmeistaraliðs KA árið 1989, en Erlingur spilaði sinn 127. og síðasta leik með KA í deildinni gegn Víkingi 7. september 1991.

Hallgrímur hefur spilað hvern einasta leik KA í deildinni frá því Akureyrarliðið sneri aftur þangað árið 2017 og er sá leikmaður í deildinni núna sem hefur spilað lengst án þess að missa úr leik.

Leikjahæstu KA-mennirnir eru eftirtaldir:

128 Hallgrímur Mar Steingrímsson
127 Erlingur Kristjánsson
115 Steingrímur Birgisson
110 Ásgeir Sigurgeirsson
103 Elvar Árni Aðalsteinsson
102 Ormarr Örlygsson
101 Haukur Bragason
100 Gauti Laxdal

Erlingur Kristjánsson var fyrirliði KA um árabil og var leikjahæsti …
Erlingur Kristjánsson var fyrirliði KA um árabil og var leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild í rúmlega þrjátíu ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert