Hallgrímur Mar Steingrímsson sló í gær leikjamet KA í efstu deild karla í fótbolta en það hafði staðið óhaggað í 31 ár.
Hallgrímur lék sinn 128. leik með KA í deildinni og fór með því fram úr Erlingi Kristjánssyni, fyrirliða Íslandsmeistaraliðs KA árið 1989, en Erlingur spilaði sinn 127. og síðasta leik með KA í deildinni gegn Víkingi 7. september 1991.
Hallgrímur hefur spilað hvern einasta leik KA í deildinni frá því Akureyrarliðið sneri aftur þangað árið 2017 og er sá leikmaður í deildinni núna sem hefur spilað lengst án þess að missa úr leik.
Leikjahæstu KA-mennirnir eru eftirtaldir:
128 Hallgrímur Mar Steingrímsson
127 Erlingur Kristjánsson
115 Steingrímur Birgisson
110 Ásgeir Sigurgeirsson
103 Elvar Árni Aðalsteinsson
102 Ormarr Örlygsson
101 Haukur Bragason
100 Gauti Laxdal