Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið til Austurríkis, þar sem liðið mætir Venesúela í vináttulandsleik á fimmtudaginn kemur.
Liðið æfði í dag og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók þátt á æfingunni, en hann er í hópnum í fyrsta skipti frá því Ísland lék við Pólland í vináttuleik 8. júní á síðasta ári.
Ríkissaksóknari felldi á dögunum niður mál þar sem Aroni Einari og Eggerti Gunnþóri Jónssyni var gefið að sök að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010, en Aron var ekki valinn í hópinn á meðan á málinu stóð.
Hér að neðan má sjá myndir af Aroni Einari á landsliðsæfingunni í dag.