Boltinn komst bara ekki inn

Anna María Baldursdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir berjast um boltann.
Anna María Baldursdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir berjast um boltann. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum í stórsókn á tímum og áttum að setja fleiri mörk en þær vörðust vel og boltinn komst bara ekki meira inn,“  sagði Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir 2:0 sigur á Þrótti þegar liðin mættust í Garðabænum til að klára 16. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Bestu deildinni.

„Við áttum erfitt með að spá of mikið í þeirra leik, það er alltaf eitthvað nýtt auk þess sem þær eru mjög vel skipulagðar en mér fannst þegar leið á leikinn við lesa það vel og finna opin svæði, sköpuðum þá mikið af færum.  Við pressuðum framarlega á Þrótt svo það opnaðist aðeins hjá okkur svo við þurftum að vera á tánum allan tímann enda Þróttur með sterka sóknarmenn, sem má aldrei líta af.  Við vorum góðar í að  hjálpast að í vörninni og bakka hvor aðra upp þó við værum stundum með of opna vörn en náðum að halda hreinu, sem er mjög gott,“  bætti fyrirliðinn við.

Stjörnukonur eiga enn möguleika á að taka annað sæti deildarinnar af Breiðablik sem skilaði Garðbæingum i Evrópukeppnina en fyrirliðinn segir lið sitt bara geta séð um sinn hluta. „Við horfum auðvitað á annað sætið í deildinni en verðum bara að vinna okkar leiki og sjá bara hvað gerist í hinum leikjunum.  Auðvitað viljum við fá annað sætið en viljum auðvitað lenda í öðru af efstu sætunum, held að mörg lið vilji það.  Þá yrðum við sátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert