Breytingar á landsliðshópnum

Höskuldur Gunnlaugsson kemur inn í íslenska landsliðshópinn.
Höskuldur Gunnlaugsson kemur inn í íslenska landsliðshópinn. mbl.is/Óttar Geirsson

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir komandi landsleikjaglugga.

Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands á heimasíðu sinni en Höskuldur kemur inn í hópinn fyrir Alfons Sampsted sem er að glíma við meiðsli.

Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. sept­em­ber í Maria Enzers­dorf í Aust­ur­ríki og svo Alban­íu í 2. riðli B-deild­ar Þjóðadeild­ar UEFA í Tir­ana í Alban­íu 27. sept­em­ber.

Höskuldur, sem er 27 ára gamall, á að baki 5 A-landsleiki fyrir Ísland en hann hefur leikið 150 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skorað í þeim 30 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert