Knattspyrnukonan Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, skýtur föstum skotum á Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar félagsins, á Twitter í dag.
Páll sagði í samtali við 433 í dag að hann skilji reiði leikmanna með að liðið sé fallið úr úrvalsdeildinni, en leikmenn eru einnig ósáttir við umgjörð KR-inga þegar kemur að kvennaliðinu.
„Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur um ummæli Páls, á Twitter.
Fyrirliðinn Rebekka Sverrisdóttir gagnrýndi félagið harðlega í viðtali við RÚV eftir 3:5-tapið gegn Selfossi, en með fallinu var ljóst að KR væri fallið um deild.
„Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR. Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir,“ sagði hún m.a.
Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM
— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022