„Mér fannst mikið basl og það átti bara ekki að gerast að við myndum vinna,“ sagði Írís Dögg Gunnarsdóttir fyrirliði og markmaður Þróttar eftir 2:0 tap fyrir Stjörnunni þegar liðin mættust í lokaleik 16. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðbænum í kvöld.
„Við fengum fullt af færum en það var bara lok, lok og læs hjá Stjörnunni auk þess að heppnin var með þeim í kvöld. Við sýndum að við ætluðum að vinna, vorum meirihluta leiksins betri en það var bara eins og boltinn ætlaði ekki í markið og svona er fótboltinn. Leikurinn var skemmtilega, alla vega fyrir mig en svo er þetta bara.“
Kvennalið Þróttar hafnaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra og markmiðið fyrir sumarið var klárt, að sögn fyrirliðans. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu að standa okkur betur í fyrra og vildum auðvitað keppa um annað sætið í deildinni en það er bara ekki að gerast.“