Skórnir á hilluna hjá Skagamanninum

Hallur Flosason hefur lagt skóna á hilluna.
Hallur Flosason hefur lagt skóna á hilluna. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosason hefur lagt skóna á hilluna, en hann er 29 ára gamall Skagamaður.

Hallur lék með ÍA nánast allan ferilinn en hann á að baki 96 leiki í efstu deild, þar sem hann skoraði fjögur mörk. Hann gerði tvö mörk í 37 leikjum í 1. deild.

Varnarmaðurinn hóf leiktíðina með ÍA en fór til Aftureldingar á miðju tímabili og lék átta leiki í 1. deild. Það voru einu leikir Halls á ferlinum með öðru liði en ÍA. 

Hallur kvaddi fótboltann með kveðju á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert