Á þessum degi fyrir 35 árum vann Ísland glæsilegan útisigur á Norðmönnum í undankeppni Evrópukeppni karla í fótbolta þegar liðin mættust á Ullevaal í Ósló.
Atli Eðvaldsson skoraði sigurmarkið með hörkuskoti frá vítateig eftir aukaspyrnu Ólafs Þórðarsonar.
Sigurinn var ekki síst sætur í kjölfar þess að tveimur vikum áður hafði Ísland einnig unnið heimaleikinn gegn Noregi, þá 2:1 með mörkum Péturs Péturssonar og Péturs Ormslevs.
Fyrir vikið varð Ísland í fjórða sæti riðilsins, á undan Norðmönnum sem urðu neðstir, og jafnir Frökkum sem enduðu í þriðja sæti á betri markatölu. Sovétríkin og Austur-Þýskaland urðu langefst í riðlinum og Sovétríkin komust á EM þar sem liðið lék til úrslita gegn Hollandi ári síðar.
Twitter-síðan „Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu“ minnti á sigurinn í dag með því að birta sigurmark Atla:
📺 Á þessum degi fyrir 35 árum.
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 23, 2022
🗓 23.09.1987
🇪🇺 Undankeppni EM
🏟 Ullevaal Stadion, Oslo
🇳🇴 Noregur 🆚 Ísland 🇮🇸
0-1 ⚽️ Atli Eðvaldsson 30’#GamlaMarkið pic.twitter.com/apvO2qdr9t