Bjarni hættur með Njarðvíkinga

Bjarni Jóhannsson á hliðarlínunni í leik með KA fyrir nokkrum …
Bjarni Jóhannsson á hliðarlínunni í leik með KA fyrir nokkrum árum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bjarni Jó­hanns­son hef­ur látið af störf­um sem þjálf­ari karlaliðs Njarðvík­ur í knatt­spyrnu eft­ir að hafa stýrt liðinu til glæsi­legs sig­urs í 2. deild karla í ár.

Njarðvík­ing­ar höfðu tals­verða yf­ir­burði í deild­inni og leika á ný í 1. deild á næsta ári eft­ir þriggja ára fjar­veru.

Bjarni hef­ur þjálfað meist­ara­flokkslið frá ár­inu 1985 með ör­stutt­um hlé­um, en tíma­bil­in sem meist­ara­flokksþjálf­ari eru 34 tals­ins. Hann varð í sum­ar fyrst­ur allra til að stýra liði í 600 leikj­um á Íslands­mót­inu og þar af eru 256 leik­ir í efstu deild karla.

Bjarni vann Íslands- og bikar­meist­ara­titl­ana með ÍBV árin 1997 og 1998 en liðið var tvö­fald­ur meist­ari fyrra árið. Þá urðu Fylk­is­menn bikar­meist­ar­ar und­ir hans stjórn árið 2001. Bjarni hef­ur þjálfað karlalið alla tíð en auk áður­nefndra fé­laga hef­ur hann þjálfað Þrótt í Nes­kaupstað, Tinda­stól, Grinda­vík, Breiðablik, Stjörn­una, KA og Vestra, ásamt því að vera aðstoðarþjálf­ari Ásgeirs Sig­ur­vins­son­ar hjá Fram og aðstoðarþjálf­ari Eyj­ólfs Sverris­son­ar með karla­landslið Íslands.

Hann var að ljúka sínu öðru tíma­bili með Njarðvík­urliðið. 

Njarðvík­ing­ar skýrðu frá þessu í dag og þar kom fram að Bjarni hefði ákveðið að fram­lengja ekki samn­ing sinn við knatt­spyrnu­deild fé­lags­ins.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert