Eiginkonan stolt af landsliðsfyrirliðanum

Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í Austurríki í gær.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í Austurríki í gær. Ljósmynd/Andreas Karner

„Það er erfitt að setja það í orð hversu stolt ég er af þessum manni,“ skrifaði Kristbjörg Jónsdóttir, eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á samfélagsmiðilinn Instagram í gær.

Aron Einar, sem er 33 ára gamall, bar fyrirliðabandið í 1:0-sigri Íslands gegn Venesúela í vináttulandsleik í Maria Enzersdorf í Aust­ur­ríki í gær.

Aron lék síðast fyr­ir ís­lenska karla­landsliðið 8. júní 2021 í vináttu­lands­leik gegn Póllandi í Pozn­an en rík­is­sak­sókn­ari felldi fyrr í mánuðinum niður mál þar sem Aroni Ein­ari og Eggerti Gunnþóri Jóns­syni var gefið að sök að hafa nauðgað konu í Kaup­manna­höfn árið 2010. 

„Hann gefur alltaf allt sitt í þetta og alltaf aðeins aukalega líka,“ skrifaði Kristbjörg.

„Það er orðið langt síðan síðast en það er gott að sjá þig þar sem þú átt heima,“ bætti Kristbjörg við.

View this post on Instagram

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert