„Það er erfitt að setja það í orð hversu stolt ég er af þessum manni,“ skrifaði Kristbjörg Jónsdóttir, eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á samfélagsmiðilinn Instagram í gær.
Aron Einar, sem er 33 ára gamall, bar fyrirliðabandið í 1:0-sigri Íslands gegn Venesúela í vináttulandsleik í Maria Enzersdorf í Austurríki í gær.
Aron lék síðast fyrir íslenska karlalandsliðið 8. júní 2021 í vináttulandsleik gegn Póllandi í Poznan en ríkissaksóknari felldi fyrr í mánuðinum niður mál þar sem Aroni Einari og Eggerti Gunnþóri Jónssyni var gefið að sök að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.
„Hann gefur alltaf allt sitt í þetta og alltaf aðeins aukalega líka,“ skrifaði Kristbjörg.
„Það er orðið langt síðan síðast en það er gott að sjá þig þar sem þú átt heima,“ bætti Kristbjörg við.