Ísak með Rosenborg frá áramótum?

Ísak Snær Þorvaldsson hefur átt gott tímabil með Breiðabliki.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur átt gott tímabil með Breiðabliki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Norska knatt­spyrnu­fé­lagið Rosen­borg er langt komið með að tryggja sér Ísak Snæ Þor­valds­son, leik­mann Breiðabliks og 21-árs landsliðs Íslands, fyr­ir næsta tíma­bil.

Þetta seg­ir norski net­miðill­inn Netta­visen í dag og vís­ar til staðarmiðils­ins ni­daros.no í Þránd­heimi. Sagt er að viðræður Rosen­borg og Breiðabliks um Ísak séu á loka­stigi. Tals­vert er síðan áhugi norska fé­lags­ins á Ísaki kom í ljós og hann æfði með liðinu um tíma fyrr í sum­ar.

Sagt er að ef allt gangi að ósk­um verði Ísak leikmaður Rosen­borg frá og með næstu ára­mót­um. Að vísu hafi sænskt fé­lag líka sýnt hon­um mik­inn áhuga. For­ráðamenn fé­lags­ins vilja ekk­ert staðfesta en íþrótta­stjór­inn Mika­el Dors­in seg­ir við ni­daros.no að þeir fylg­ist með mörg­um leik­mönn­um og horfi mikið á ís­lensk­an fót­bolta þar sem marg­ir efni­leg­ir leik­menn spili.

Ísak er þriðji marka­hæsti leikmaður Bestu deild­ar karla með 13 mörk en hann kom til Breiðabliks frá ÍA síðasta vet­ur og hafði þá verið á mála hjá enska fé­lag­inu Norwich í nokk­ur ár.

Krist­all Máni Inga­son er leikmaður Rosen­borg en fé­lagið keypti hann af Vík­ing­um í lok júlí.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert