Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu karla tekur í dag á móti Tékklandi í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á EM 2023 í Frakklandi í aldursflokknum. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16.
Íslenska liðið freistar þess að komast á annað Evrópumót sitt í röð og það þriðja í sögunni. Fyrst tók U21-árs landslið karla þátt á EM 2011 í Danmörku og svo í Ungverjalandi og Slóveníu á síðasta ári.
Varnarmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, segir leikmenn U21-árs liðsins spennta fyrir því stóra verkefni sem bíður þeirra.
„Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum held ég allir mjög spenntir að fara út á völl á morgun [í dag] og fá að sýna hvað við getum,“ sagði Valgeir í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins á Víkingsvelli í gær.
Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.