Voru hræddir við okkur

Sævar Atli fagnar marki sínu í dag með liðsfélögum sínum.
Sævar Atli fagnar marki sínu í dag með liðsfélögum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæv­ar Atli Magnús­son skoraði mark ís­lenska U21 árs landsliðsins í fót­bolta er það mátti þola 1:2-tap gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti á loka­móti EM á næsta ári. Sæv­ar kom Íslandi yfir en Tékk­land svaraði með tveim­ur mörk­um sitt hvoru meg­in við hálfleik­inn.

„Við erum mjög ólík­ir sjálf­um okk­ur þegar við fáum þessi mörk á okk­ur. Þetta var ein­beit­ing­ar­leysi í nokkr­ar sek­únd­ur. Mér fannst við vera með þá en þetta var klaufa­legt hjá okk­ur. Það sáu það all­ir sem komu á leik­inn í kvöld að við get­um náð í úr­slit í úti­leikn­um,“ sagði Sæv­ar við mbl.is eft­ir leik.

Hann seg­ir tékk­neska liðið hafa komið því ís­lenska nokkuð á óvart, en það reynd­ist erfitt að skapa sér góð færi í nokkuð lokuðum leik.

„Það var skrítið að spila á móti þessu liði, þar sem þeir spiluðu með tígulmiðju. Við átt­um ekki von á því og þess vegna vor­um við að reyna að lesa þá á fyrstu mín­út­un­um. Það var ekki mikið af fær­um í þess­um leik og það var smá basl að opna þá,“ sagði hann.

Sæv­ar er bratt­ur fyr­ir seinni leik­inn ytra á þriðju­dag, sér­stak­lega ef Tékk­arn­ir taka upp á því að verja for­skotið sem þeir náðu í dag. 

„Um leið og þeir komust yfir fóru þeir að tefja og voru hrædd­ir við okk­ur. Þeir vita að við erum með gæðamikið lið og seinni leik­ur­inn verður fróðleg­ur. Leik­ur­inn úti verður allt öðru­vísi. Þeir munu liggja frá fyrstu mín­útu og leyfa okk­ur að sækja. Ég fékk færi í lok­in og þá bjarga þeir nán­ast á línu. Við vor­um oft ná­lægt því að skapa okk­ur góð færi. Það vantaði bara loka­hnút­inn,“ sagði Leikn­ismaður­inn.

Hann skoraði markið úr víti í fyrri hálfleik sem hann náði í sjálf­ur. „Ég sá að hann var óör­ugg­ur þegar bolt­inn kem­ur inn fyr­ir og ég ákvað að pressa, þar sem mér finnst gam­an að pressa. Ég reyndi svo fyr­ir­gjöf­ina en bolt­inn fór í hönd­ina á hon­um. Ég var svo mjög ró­leg­ur á víta­punkt­in­um,“ sagði Sæv­ar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert