Dásamlegt að vera búnar að klára þetta

Sandra og liðsfélagar hennar fagna í dag.
Sandra og liðsfélagar hennar fagna í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er það sem við stefnd­um að og það er dá­sam­legt að vera bún­ar að klára þetta,“ sagði Sandra Sig­urðardótt­ir, markvörður Vals og ís­lenska landsliðsins í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn annað árið í röð.

Val­ur vann Aft­ur­eld­ingu 3:1 í dag, en liðið þurfti að hafa fyr­ir sigr­in­um, gegn liði sem var að berj­ast fyr­ir lífi sínu. Úrslit­in þýða að Aft­ur­eld­ing er fal­in úr efstu deild.

„Við viss­um að þær myndu mæta brjálaðar, því það var að duga eða drep­ast fyr­ir þær. Þær eru bún­ar að sína fína frammistöðu í sum­ar á meðan það var smá þreyta í okk­ur, en við kláruðum þetta vel í dag,“ sagði hún.

Tíma­bilið er búið að vera afar viðburðaríkt hjá Söndru, en hún varði mark Íslands á EM, hef­ur orðið tvö­fald­ur meist­ari heima og leikið Evr­ópu­leiki með Val.

„Þetta er búið að vera ótrú­lega skemmti­legt, en á sama tíma erfitt. Það er al­gjör­lega þess virði að vera í þessu. Ég er að njóta þess í botn,“ sagði Sandra.

Sandra var að sinna öðru hlut­verki á meðan á viðtal­inu stóð, því hún var að gæta dótt­ur Ásgerðar Stef­an­íu Bald­urs­dótt­ur liðsfé­laga síns. Sú litla ráfaði ör­lítið frá Söndru og voru svör­in því stutt en hnit­miðuð seinni hluta viðtals­ins.

En hvað ger­ir Valsliðið eins gott og raun ber vitni? „Það er góður hóp­ur, gæði, reynsla leik­manna og frá­bær­ir þjálf­ar­ar og öll um­gjörð sem ger­ir okk­ur því liði sem við erum í dag,“ sagði Sandra.

Næst á dag­skrá hjá Val er úti­leik­ur gegn Slavia Prag í Meist­ara­deild­inni. Sæti í riðlakeppn­inni er und­ir, en Val­ur þarf að vinna upp eins marks for­skot eft­ir 0:1-tap í heima­leikn­um.

„Við för­um út í þessa ferð til að vinna þær. Það er bara eitt mark sem skil­ur að og ég hef fulla trú á að við get­um það,“ sagði Sandra.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert