Get varla lýst þessu

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir stekkur í fangið á Örnu Sif Ásgrímsdóttur …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir stekkur í fangið á Örnu Sif Ásgrímsdóttur í fagnaðarlátunum í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir, einn besti leikmaður Vals á tíma­bil­inu, var skilj­an­lega kát þegar hún ræddi við mbl.is eft­ir 3:1-sig­ur á Aft­ur­eld­ingu í Bestu deild­inni í fót­bolta í dag. Með sigr­in­um gull­tryggði Val­ur sér Íslands­meist­ara­titil­inn.

„Mér líður svo vel. Ég get varla lýst þessu. Þetta er skrít­in til­finn­ing að taka ekki á móti bik­arn­um núna, en við bíðum spennt­ar eft­ir að taka á móti hon­um á heima­velli og fagna með stuðnings­mönn­un­um. Þetta er búið að vera geðveikt tíma­bil,“ sagði Þór­dís.

Valsliðið þurfti að hafa fyr­ir sigr­in­um í dag, gegn liði sem var að berj­ast fyr­ir lífi sínu í deild­inni. Að lok­um var sig­ur­inn nokkuð ör­ugg­ur og varð til þess að Aft­ur­eld­ing féll niður í 1. deild.

„Þær mættu grimm­ar til leiks og ætluðu að gera allt til að vinna, en við gerðum vel í að spila þær í sund­ur stund­um og við nýtt­um fær­in sem við feng­um. Þegar við kom­umst á ferðina og nýtt­um breidd­ina réðu þær ekki við okk­ur.“

Þórdís Hrönn horfir á Elínu Mettu Jensen í fær í …
Þór­dís Hrönn horf­ir á El­ínu Mettu Jen­sen í fær í dag. mbl.is­Há­kon Páls­son

Þór­dís lagði upp þrjú mörk í leikn­um, en var samt sem áður ekki alsátt við eig­in frammistöðu. „Þetta var upp og niður leik­ur hjá mér. Ég fann fyr­ir smá þreytu, enda búið að vera mikið álag, en þetta var bara skemmti­legt. Það er gott að halda áfram að leggja upp og búa til eitt­hvað fyr­ir liðsfé­lag­ana,“ sagði hún.

Þór­dís er búin að vera mik­il­væg­ur hlekk­ur í Valsliðinu í sum­ar og hún seg­ir tíma­bilið það besta á sín­um ferli. „Þetta er mitt besta tíma­bil og ég hef aldrei unnið tvenn­una áður. Það skemm­ir alls ekki fyr­ir í geggjuðu tíma­bili með liðinu og ég get verið sátt með mitt.“

Það er nóg fram und­an hjá Val, því liði mæt­ir Slavia Prag í seinni leik liðanna í Meist­ara­deild­inni á þriðju­dag­inn ytra. Sæti í riðlakeppn­inni er und­ir, en Slavia vann fyrri leik­inn á Origo-vell­in­um, 1:0. Síðan tek­ur við lokaum­ferð deild­ar­inn­ar, þar sem Valskon­ur taka við Íslands­meist­ara­bik­arn­um.

Þórdís Hrönn á fleygiferð í dag.
Þór­dís Hrönn á fleygi­ferð í dag. mbl.is/​Há­kon Páls­son

„Við fögn­um í kvöld en svo er það ferðalag á morg­un til Tékk­lands og við ætl­um að klára það dæmi. Við tök­um svo á móti bik­arn­um í síðasta leikn­um. Þá fögn­um við al­menni­lega. Ef við spil­um eins og við gerðum í seinni hálfleik, þá eig­um við að skora og vinna þetta lið. Við nýtt­um ekki fær­in okk­ar í síðasta leik á meðan þær byrjuðu að tefja á 40. mín­útu og gera allt til þess að stoppa okk­ur. Við ætl­um að gera eins og við gerðum í seinni og þá eig­um við að vinna þetta lið.“

Það er sjald­gæft að lið vinni tvö­falt hér á landi og því ansi margt sem þarf að ganga upp til að það geti orðið að veru­leika.

„Við vor­um fljót­ar að læra inn á hvora aðra og vor­um að spila vel sem lið. Við vor­um ekki að reyna að vera ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar á vell­in­um, held­ur sem lið. Það hjálpaði okk­ur í sum­ar. Þær unnu deild­ina í fyrra og það er erfitt að end­ur­taka það, hvað þá með álagi í Evr­ópu­keppn­inni og bik­arn­um líka. Þetta var mark­miðið okk­ar áður en tíma­bilið byrjaði og við náðum því,“ sagði Þór­dís.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert