Valur heimsækir Aftureldingu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Valskonum dugir jafntefli til að tryggja sér sinn 13. Íslandsmeistaratitil.
Valur er sem stendur með 6 stiga forskot á Breiðablik þegar tvær umferðir eru eftir og þarf því eitthvað ótrúlegt að eiga sér stað til þess að bikarinn fari eitthvert annað en á Hlíðarenda.
Eins og áður sagði heimsækir Valur Aftureldingu í dag á Malbiksstöðina við Varmá. Leikurinn hefst klukkan 14 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Nái Valur í a.m.k. eitt stig er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Það verður þá annað árið í röð sem Valur verður Íslandsmeistari kvenna, í þriðja sinn á fjórum árum og í 13. sinn í heildina.