Valur Íslandsmeistari annað árið í röð – Afturelding fallin

Íslandsmeistaratitlinum fagnað eftir leik.
Íslandsmeistaratitlinum fagnað eftir leik. mbl.is/Hákon Pálsson

Val­ur er Íslands­meist­ari kvenna í fót­bolta annað árið í röð eft­ir 3:1-útisig­ur á Aft­ur­eld­ingu í dag. Aft­ur­eld­ing er fall­in úr deild­inni fyr­ir vikið. Titil­inn er sá 13. hjá Val, en aðeins Breiðablik hef­ur unnið fleiri eða 18.  

Valskon­ur byrjuðu af krafti og hin banda­ríska Cyera Hintzen skoraði fyrsta markið strax á sjö­undu mín­útu. Hún kláraði þá í markteign­um eft­ir glæsi­leg­an sprett hjá Þór­dísi Hrönn Sig­fús­dótt­ur.

Eft­ir markið jafnaðist leik­ur­inn aðeins og bæði lið fengu eitt­hvað af fær­um. Sandra Sig­urðardótt­ir í marki Vals varði til að mynda í tvígang frá Guðrúnu Elísa­betu Björg­vins­dótt­ur úr fín­um fær­um.

Annað mark Vals kom hins veg­ar á 36. mín­útu þegar Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir kláraði mjög vel í teign­um eft­ir ann­an góðan sprett og send­ingu frá Þór­dísi.

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar minnkaði Aft­ur­eld­ing mun­inn. Guðrún Elísa­bet slapp þá inn fyr­ir vörn Vals í þriðja sinn og í þetta skiptið varð henni ekki á nein mis­tök og renndi bolt­an­um í hornið fjær. Það reynd­ist það síðasta markverða í fyrri hálfleik og var staðan í leik­hléi 2:1, Val í vil.

Seinni hálfleik­ur var aðeins lokaðri og gekk liðunum illa að skapa sér mjög góð færi. Eitt­hvað var um skot utan teigs eða þröng færi, þar sem markverðir liðanna áttu ekki í vand­ræðum með að verja.

Fjórða mark leiks­ins kom þó, en það þurfti að bíða þar til á 87. mín­útu. Þór­dís lagði þá upp sitt þriðja mark og Cyera Hintzen skoraði annað markið sitt.

Þór­dís lagði bolt­ann á þá banda­rísku á miðjum vall­ar­helm­ingi Aft­ur­eld­ing­ar og Hitzen skoraði með glæsi­legu skoti eft­ir mik­inn sprett og þar við sat. 

Valskonur fagna eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn.
Valskon­ur fagna eft­ir að Íslands­meist­ara­titil­inn var í höfn. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hæstánægðar.
Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir og Arna Sif Ásgríms­dótt­ir hæst­ánægðar. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Há­kon Páls­son
Valskonur þakka stuðningsmönnum eftir leik.
Valskon­ur þakka stuðnings­mönn­um eft­ir leik. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir á fleygiferð í Mosfellsbæ í dag. Veronica …
Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir á fleygi­ferð í Mos­fells­bæ í dag. Veronica Boix elt­ir hana. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Aft­ur­eld­ing 1:3 Val­ur opna loka
skorar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (38. mín.)
Mörk
skorar Cyera Hintzen (7. mín.)
skorar Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir (36. mín.)
skorar Cyera Hintzen (87. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (54. mín.)
fær gult spjald Ásdís Karen Halldórsdóttir (69. mín.)
fær gult spjald Lára Kristín Pedersen (89. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Valur er Íslandsmeistari 2022 en Afturelding fellur úr deild þeirra bestu.
90
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
89 Guðrún Embla Finnsdóttir (Afturelding) kemur inn á
89 Elena Brynjarsdóttir (Afturelding) fer af velli
89 Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Valur) kemur inn á
89 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) fer af velli
89 Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) kemur inn á
89 Cyera Hintzen (Valur) fer af velli
89 Lára Kristín Pedersen (Valur) fær gult spjald
Stöðvaði skyndisókn í fæðingu.
87 MARK! Cyera Hintzen (Valur) skorar
1:3 - Þá ætti þetta að vera komið! Glæsilegt einstaklingsframtak. Fær boltann á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar og brunar bara áfram, þar til hún skorar með glæsilegu skoti utan teigs. Þórdís átti sendinguna og er því komin með þrjár stoðsendingar í dag.
85
Færi! Sólveig með fallega fyrirgjöf frá vinstri en Cyera Hintzen hittir ekki boltann í ákjósanlegri stöðu í teignum.
83 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) á skot framhjá
Hægra megin við teiginn. Færið erfitt og boltinn nokkuð vel framhjá fjærstönginni.
80 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Enn er Þórdís að skapa hættu. Með góðan sprett upp vinstri kantinn og fyrirgjöf á Ásdísi sem er í hættulegri stöðu í teignum en hún skýtur að lokum í varnarmann, nálægt markteignum.
79 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) á skot sem er varið
Nær ekki krafti í skotið. Laust og beint á Söndru.
78 Arna Sif Ásgríms­dótt­ir (Valur) á skalla sem er varinn
Stórhætta við mark Aftureldingar en einhvern veginn ná varnarmennirnir í samvinnu við Evu að koma boltanum í burtu að lokum.
77 Katrín Rut Kvaran (Afturelding) kemur inn á
77 Veronica Boix (Afturelding) fer af velli
Mjög erfitt hjá henni í fyrri hálfleik í baráttunni við Þórdísi.
73 Valur fær hornspyrnu
Anna Rakel nær í sjöttu hornspyrnu Vals eftir baráttu á vinstri kantinum. Heinakonur koma boltanum hins vegar í burtu.
69 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) fær gult spjald
Held alveg örugglega að hún hafi fengið þetta fyrir mótmæli. Fór upp að Eydísi Rögnu aðstoðardómara og sagði eitthvað við hana.
67
Lára Kristín með hættulega stungusendingu ætlaða Cyeru en Eva snögg út úr markinu og gerir mjög vel í að bjarga. Valskonur með góð tök á leiknum núna.
66 Cyera Hintzen (Valur) á skot sem er varið
Eftir skemmtilegan samleik við Þórdísi Hrönn en skotið beint á Evu sem ver. Vantaði ekki kraftinn en nákvæmnin var ekki til staðar.
63 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Cyera gerir vel í að koma boltanum á Ásdísi, en landsliðskonan þarf að teygja sig í boltann og nær því ekki krafti í skotið. Auðvelt fyrir Evu.
61 Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir (Valur) kemur inn á
61 Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) fer af velli
61 Sólveig J. Larsen (Valur) kemur inn á
Var að láni hjá Aftureldingu fyrri hluta tímabilsins og er nú væntanlega að verða meistari í Mosfellsbæ og sjá Aftureldingu falla í leiðinni.
61 Elín Metta Jensen (Valur) fer af velli
61 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) á skot sem er varið
Við vítateigslínuna en beint á Söndru sem grípur. Bæði lið að skapa sér eitthvað.
60 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Fær boltann nokkuð óvænt í þröngu færi og er snögg að láta vaða en Eva Ýr með þetta alveg á hreinu. Grípur boltann.
58 Elín Metta Jensen (Valur) á skot framhjá
Snýr af sér varnarmann í teignum og nær ágætu skoti að marki en boltinn nokkuð framhjá. Besta tilraun Vals í seinni hálfleik.
56
Valskonur hafa ekkert náð að skapa sér í seinni hálfleik. Erfiðari leikur fyrir Val til þessa en margir áttu von á.
54 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) fær gult spjald
Ekki veit ég hvers vegna Þórdís er að fá spjald. Virtist ekkert í gangi. Kannski sagði hún eitthvað við Arnar dómara.
52 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Fast skot utan teigs en boltinn beint í fangið á Evu sem grípur boltann.
51 Guðrún Embla Finnsdóttir (Afturelding) á skot sem er varið
Fast skot rétt utan teigs en boltinn beint í fangið á Söndru. Heimakonur eru að spila ljómandi vel í upphafi seinni hálfleiks og eru að skapa sér færi.
50
Jafnræði með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Afturelding er heldur betur áfram inni í þessum leik.
47 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) á skot framhjá
Færi! Elena með hættulega fyrirgjöf frá hægri en Guðrún setur boltann rétt framhjá úr teignum. Gott færi til að jafna leikinn!
46 Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
Áhugaverðum fyrri hálfleik lokið. Afturelding gerði mjög vel í að minnka muninn og gera leik úr þessu. Það stefnir í spennandi seinni hálfleik.
45
Það verður að minnsta kosti ein mínúta í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
40 Valur fær hornspyrnu
Heimakonur koma boltanum í burtu.
39 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Færi! Enn og aftur fer Þórdís upp hægri kantinn og nú á hún sendingu á Elínu sem nær föstu skoti í teignum en Eva Ýr ver glæsilega.
38 MARK! Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) skorar
1:2 - Afturelding neitar að gefast upp! Í þriðja skipti sleppur Guðrún Elísabet í gegn og nú rennir hún boltanum snyrtilega í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Aftureldingu! Aðeins annað mark Guðrúnar í efstu deild í sjöunda leiknum.
38 Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding) á skot framhjá
Góð tilraun! Boltinn dettur þægilega fyrir hana rétt utan teigs og Hildur er snögg að láta vaða en hárfínt framhjá fjærstönginni.
36 MARK! Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir (Valur) skorar
0:2 - Valskonur eru komnar í afar góð mál! Þórdís Hrönn með annan glæsilegan sprett upp hægri kantinn og sendingu fyrir og nú mætir Anna Rakel og smellir boltanum upp í hornið.
34 Valur fær hornspyrnu
Þórdís Elva lætur vaða af 25 metra færi eða svo en boltinn í varnarmann og framhjá.
30 Elín Metta Jensen (Valur) á skot framhjá
Lára Kristín gerir vel í að vinna boltann á miðjunni og koma honum á Elínu sem á fast skot utarlega í teignum en rétt yfir. Elín verið spræk.
28
Frekar jafn leikur þessa stundina. Afturelding hefur gert vel í að standa í Valskonum í dag. Það er allt undir hjá heimakonum. Þær verða að vinna til að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi.
23 Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding) á skot framhjá
Lætur vaða úr aukaspyrnunni, góðum 35 metrum frá marki, en vel yfir.
22
Ekkert varð úr horninu en Afturelding á nú aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Heimakonur ætla að setja boltann í teiginn.
20 Valur fær hornspyrnu
Elín Metta með sendingu í varnarmann og boltinn virðist vera að detta í markið en fer að lokum rétt yfir.
15 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Færi! Elísa með góðan sprett upp hægri kantinn og sendingu á Elínu sem er ein gegn Evu en markvörðurinn gerir mjög vel í að verja frá henni. Nóg af færum í þessu fyrsta korterið.
12 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) á skot sem er varið
Færi! Aftur kemst Guðrún Elísabet í færi. Sleppur inn fyrir vörn Vals en Sandra kemur á fleygiferð út úr markinu og lokar vel. Heimakonur eru að finna glufur á Valsvörninni.
11 Arna Sif Ásgríms­dótt­ir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Anna Rakel með hornið en Arna skallar nokkuð yfir á nærstönginni.
10 Valur fær hornspyrnu
Eftir baráttu á hægri kantinum. Valskonur líklegar til að bæta við.
7 MARK! Cyera Hintzen (Valur) skorar
0:1 - Valskonur eru komnar yfir! Þórdís með glæsielgan sprett upp hægri kantinn og sendingu út í teiginn þar sem sú bandaríska er mætt og skorar af öryggi. Gestirnir búnir að hóta þessu frá fyrstu mínútu. Hennar sjöunda mark í þretánda leiknum í sumar.
7 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) á skot sem er varið
Sleppur inn fyrir vörn Vals og á fínt skot en Sandra er vel staðsett og ver.
3 Cyera Hintzen (Valur) á skot framhjá
Aftur er hún í fínu færi en nú skóflar hún boltanum í hliðarnetið. Valskonur byrja betur, eins og flestir bjuggust við.
2 Valur fær hornspyrnu
2 Cyera Hintzen (Valur) á skot sem er varið
Færi! Sú bandaríska fær boltann á fjær og á hættulegt skot en Eva gerir virkilega vel í að verja.
1 Leikur hafinn
Rauðklæddar heimakonur byrja með boltann. Valur er í hvítum varabúningi í dag.
0
Við erum örlítið á eftir áætlun en það verður flautað til leiks eftir augnablik.
0
Í síðustu fimm leikjum í deildinni hefur Valur unnið fjóra og gert eitt jafntefli. Jafnteflið kom gegn Breiðabliki og fór Valur langt með að tryggja sér sigurinn í deildinni með þeim úrslitum.
0
Afturelding hefur unnið einn leik og tapað þremur af síðustu fjórum. Sigurinn kom gegn KR og með honum hélt Afturelding í smá von um að halda sæti sínu í deildinni.
0
Valur vann 6:1-sigur þegar þessi lið mættust á Hlíðarenda í júní. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá tvö mörk en hún er farin til Bandaríkjana að mennta sig. Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklyn Entz og Cyera Hintzen skoruðu líka.
0
Elín Metta Jensen er í byrjunarliði Vals í dag. Það hefur verið lítið um það undanfarið. Hún kemur inn fyrir Sólveigu Larsen sem fer á bekkinn. Sólveig var einmitt að láni hjá Aftureldingu fyrri hluta sumars.
0
Mist Edvardsdóttir spilar ekki í dag og sennilega aldrei aftur. Hún sleit krossband gegn Slavia Prag í vikunni og eru skórnir væntanlega komnir á hilluna. Hún hefur verið lykilmaður hjá Val í sumar.
0
Valur er á toppi deildarinnar og dugir jafntefli til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Afturelding er í harðri fallbaráttu, fjórum stigum frá öruggu sæti, og fellur liðið ef það tapar í dag.
0
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Afturelding: Eva Ýr Helgadóttir (M), Mackenzie Cherry, Veronica Boix, Hildur Karítas Gunnarsdóttir, Elena Brynjarsdóttir, Ísafold Þórhallsdóttir, Birna Kristín Björnsdóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir, Sara Siguenza, Sigrún Gunndís Harðardóttir, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Varamenn: (M), Andrea Katrín Ólafsdóttir, Katrín Rut Kvaran, Guðrún Embla Finnsdóttir, Maria Paterna, Victoria Kaláberová.

Valur: Sandra Sigurðardóttir (M), Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Lára Kristín Pedersen, Elísa Viðarsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir, Cyera Hintzen, Þórdís Elva Ágústsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir.
Varamenn: Fanney Inga Birkisdóttir (M), Sólveig J. Larsen, Brookelynn Entz, Bryndís Arna Níelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Sigríður Th. Guðmundsdóttir, Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir.

Skot: Afturelding 9 (6) - Valur 17 (12)
Horn: Valur 6.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Malbiksstöðin að Varmá

Leikur hefst
24. sept. 2022 14:00

Aðstæður:
Mikill haustbragur. Rok, rigning og gul tré alls staðar í kringum völlinn.

Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Aðstoðardómarar: Eydís Ragna Einarsdóttir og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert