Stórt hlutverk fyrir yngri leikmenn í Albaníu

Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands.
Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arn­ar Þór Viðars­son, landsliðsþjálf­ari karla­landsliðs Íslands, lét hafa eft­ir sér í viðtali, sem KSÍ hef­ur birt á sam­fé­lags­miðlum, að stór hlut­verk séu fyr­ir yngri leik­menn liðsins í Alban­íu.

Arn­ar seg­ir leik­inn mik­il­væg­an í Alban­íu þrátt fyr­ir að Ísra­el hafi tryggt sér efsta sætið í riðli Íslands í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar með 2:1-heima­sigri á Alban­íu í gær­kvöld. Hann seg­ir að enn sé ís­lenska liðið að berj­ast við að kom­ast í 2. styrk­leika­flokk fyr­ir drátt í riðla fyr­ir undan­keppni EM 2024 og með því að ná öðru sæt­inu í riðlin­um í Þjóðadeild­inni höld­um við þeim mögu­leika enn á lífi. Þá fær­ir annað sætið í riðlin­um Íslandi einnig mjög góða mögu­leika á að kom­ast í loka­keppni EM 2024 í gegn­um Þjóðadeild­ar­um­spilið að sögn landsliðsþjálf­ar­ans.

„Við erum með sjö leik­menn í A-liðinu sem eru gjald­geng­ir í U21-liðið og við erum stolt af þeim. Þeir hafa sinnt stór­um hlut­verk­um og í leikn­um gegn Venesúela voru þeir all­ir nema markverðirn­ir tveir í stór­um hlut­verk­um. Hvort sem Há­kon, Ísak, Þórir, Mika­el Eg­ill eða Andri Lucas byrja leik­inn á þriðju­dag eða eru klár­ir að koma inn á höf­um við að sjálf­sögðu stórt hlut­verk fyr­ir þá. Það er ekki hollt að vera með of gam­alt lið og held­ur ekki að vera með of ungt lið. Þeir ungu læra mikið af þeim eldri og þeir eldri sækja orku í þá yngri. Þegar þessi blanda er kom­in fá all­ir þess­ir leik­menn hlut­verk og því sé ég stór hlut­verk fyr­ir þessa ungu stráka á þriðju­dag,“ seg­ir Arn­ar Þór.

Arn­ar Þór nefndi ekki sér­stak­lega að hann úti­lokaði að færa markverði niður í U21-liðið fyr­ir seinni leik­inn mik­il­væga gegn Tékk­um svo enn er ekki loku fyr­ir það skotið að ein­hverj­ar til­færsl­ur verði milli A-liðsins og U21-liðsins fyr­ir leik­ina mik­il­vægu. 

Elías Rafn Ólafsson er annar tveggja markvarða íslenska karlalandsliðsins sem …
Elías Rafn Ólafs­son er ann­ar tveggja markv­arða ís­lenska karla­landsliðsins sem enn er gjald­geng­ur í U21 liðið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son



mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert