Mikael jafnaði fyrir 10 Íslendinga í blálokin í Tirana

Þrátt fyr­ir að vera manni færri í 75 mín­út­ur jafnaði Ísland met­in gegn Alban­íu í blá­lok­in á upp­bót­ar­tíma, 1:1, í Tir­ana í kvöld og tryggði sér með því annað sætið í 2. riðli B-deild­ar Þjóðadeild­ar UEFA í fót­bolta.

Mika­el And­er­son skoraði markið dýr­mæta á sjö­undu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans eft­ir fyr­ir­gjöf Þóris Jó­hanns Helga­son­ar. Þar með fékk Ísland fjög­ur stig úr fjór­um leikj­um, gerði jafn­tefli í öll­um leikj­um sín­um, en Al­ban­ir sitja eft­ir í þriðja sæt­inu með tvö stig.

Íslenska liðið varð fyr­ir miklu áfalli á 8. mín­útu leiks­ins. Myrto Uzuni féll í bar­áttu við Aron Ein­ar Gunn­ars­son þegar hann var að sleppa inn­fyr­ir vörn­ina, rétt utan víta­teigs. De Burgos dóm­ari veifaði leik­inn áfram en fékk síðan ábend­ingu frá mynd­bands­dóm­ara. Eft­ir nokkra skoðun dró Spán­verj­inn upp rauða spjaldið og rak Aron af velli.

Strax í kjöl­farið tók Arn­ar Þór Viðars­son þjálf­ari Jón Dag Þor­steins­son af velli og setti Daní­el Leó Grét­ars­son í vörn­ina í stað Arons Ein­ars.

Al­ban­ir réðu ferðinni að mestu það sem eft­ir var fyrri hálfleiks, manni fleiri. Þeir áttu sitt fyrsta skot á 23. mín­útu þegar Uzuni skaut fram­hjá úr ágætu færi í víta­teign­um.

Ísland fékk hins­veg­ar dauðafæri upp úr horn­spyrnu Ísaks Berg­manns Jó­hann­es­son­ar á 27. mín­útu. Birk­ir Bjarna­son var einn gegn Thom­asi Stra­kosha markverði í markteign­um fær en Stra­kosha lokaði á hann og bjargaði í horn.

Alban­ía náði for­yst­unni á 35. mín­útu þegar Uzuni átti góða fyr­ir­gjöf frá vinstri og bakvörður­inn Emir Lenj­ani skoraði með föst­um skalla af markteign­um hægra meg­in, 1:0.

Rún­ar Alex Rún­ars­son varði hörku­skot frá Uzuni á 41. mín­útu en ann­ars komu Al­ban­ir ekki skot­um á markið þrátt fyr­ir að vera mikið með bolt­ann og þeir fengu átta horn­spyrn­ur í fyrri hálfleikn­um.

Í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks fékk Ísland auka­spyrnu rétt fyr­ir utan hægra víta­teigs­hornið. Þórir Jó­hann Helga­son reyndi óvænt skot í hornið nær og var gletti­lega ná­lægt því að skora en hann skaut í hliðarnetið ut­an­vert.

Uzuni fékk fyrsta færi síðari hálfleiks þegar hann renndi sér á bolt­ann á markteig á 53. mín­útu, eft­ir fyr­ir­gjöf frá vinstri, en Rún­ar Alex var vel á verði og varði me fót­un­um.

Ísland átti í kjöl­farið hraða sókn þar sem Arn­ór Sig­urðsson komst inn í víta­teig­inn vinstra meg­in og reyndi skot í hornið fjær en Thom­as Stra­kosha varð skot hans af ör­yggi.

Birk­ir Bjarna­son átti hörku­skot af 20 m færi á 61. mín­útu eft­ir góða sókn og Stra­kosha þurfti að kasta sér og bjarga í horn. Upp úr horn­inu náðu Al­ban­ir skynd­isókn og Nedim Bajrami skaut rétt fram­hjá marki Íslands.

Rún­ar Alex Rún­ars­son varði vel hörku­skot frá Amir Abrashi á 68. mín­útu og Nedim Bajrami skaut yfir mark Íslands í kjöl­farið.

Arn­ar Þór Viðars­son gerði þre­falda skipt­ingu á 69. mín­útu og rétt á eft­ir átti einn vara­mann­anna, Mika­el And­er­son, fína skottilraun rétt utan víta­teigs en beint á Stra­kosha í mark­inu.

Jöfn­un­ar­markið á síðustu stundu

Íslenska liðið sótti meira eft­ir því sem leið á seinni hálfleik­inn og síðan var jafnt í liðunum frá 85. mín­útu þegar Al­ban­ir misstu meidd­an mann af velli eft­ir að hafa lokið sín­um inn­á­skipt­ing­um.

Upp­bót­ar­tím­inn var sjö mín­út­ur. Þegar hann virt­ist vera að renna út kom jöfn­un­ar­markið á sjö­undu mín­út­unni. Þórir Jó­hann Helga­son sendi bolt­ann fyr­ir markið frá hægri, bolt­inn sigldi í gegn­um allt í markteign­um, Mika­el And­er­son renndi sér á bolt­ann við stöng­ina fjær og skoraði, 1:1.

Jafn­tefl­inu var náð með æv­in­týra­leg­um hætti en það var ekk­ert meira en ís­lenska liðið verðskuldaði eft­ir kraft­mik­inn síðari hálfleik þar sem vara­menn­irn­ir létu til sín taka. Það er sig­ur fyr­ir þetta lið og liðsheild­ina að bug­ast ekki eft­ir að hafa misst fyr­irliðann af velli á upp­haf­smín­út­un­um og staðist pressu Alb­ana fram­an af leikn­um.

Alban­ía 1:1 Ísland opna loka
skorar Ermir Lenjani (35. mín.)
Mörk
skorar Mikael Anderson (90. mín.)
fær gult spjald Ylber Ramadani (79. mín.)
fær gult spjald Enea Mihaj (89. mín.)
Spjöld
fær rautt spjald Aron Einar Gunnarsson (10. mín.)
fær gult spjald Ísland (45. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið og Albanir baula hressilega á sína menn!
90 MARK! Mikael Anderson (Ísland) skorar
1:1 - Á sjöundu mínútu í uppbótartíma skorar Mikael með skoti á stönginni fjær eftir fyrir gjöf Þóris Jóhanns Helgasonar frá hægri!
90 Ísland fær hornspyrnu
+3 Mikael Egill var í færi en náði ekki að skjóta. Albanir skalla frá eftir hornið en Ísland pressar.
90
7 mínútur í uppbótartíma!
89 Enea Mihaj (Albanía) fær gult spjald
Brot á Andra Lucasi og aukaspyrna á góðum stað. Albanirnir bægja hættunni frá eftir hana og komast í hraða sókn
88 Albanía fær hornspyrnu
Daníel Leó stöðvar Broja við endamörkin
85
Ardian Ismajli varnarmaður Albana er borinn af velli, virðist hafa tognað illa aftan í læri. Þeir eru búnir með skiptingarnar þannig að það verður jafnt í liðum á síðustu tíu mínútunum, eða svo.
84
Engu munar að Mikael Egill komist í boltann eftir sendingu inn að vítateig Albana en tveir varnarmenn ná naumlega að skýla boltanum sem Strakosha markvörður nær með úthlaupi.
83 Enis Cokaj (Albanía) kemur inn á
83 Nedim Bajrami (Albanía) fer af velli
83 Enea Mihaj (Albanía) kemur inn á
83 Klaus Gjasula (Albanía) fer af velli
81 Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) kemur inn á
81 Birkir Bjarnason (Ísland) fer af velli
80 Albanía fær hornspyrnu
79 Ylber Ramadani (Albanía) fær gult spjald
Fyrir brot
77 Elseid Hysaj (Albanía) kemur inn á
Fyrirliðinn, leikmaður Lazio, mætir til leiks.
77 Ermir Lenjani (Albanía) fer af velli
74 Albanía fær hornspyrnu
Daníel bjargar í horn eftir hættulega fyrirgjöf Armando Broja
73 Mikael Anderson (Ísland) á skot sem er varið
Fast skot rétt utan vítateigs en beint á Strakosha.
71
Þreföld skipting Íslands þar sem Mikael Ellertsson, Mikael Anderson og Hákon Haraldsson eiga að koma inn með kraft.
69 Qazim Laci (Albanía) kemur inn á
69 Amir Abrashi (Albanía) fer af velli
69 Armando Broja (Albanía) kemur inn á
69 Sokol Cikalleshi (Albanía) fer af velli
69 Mikael Egill Ellertsson (Ísland) kemur inn á
69 Alfreð Finnbogason (Ísland) fer af velli
69 Hákon Arnar Haraldsson (Ísland) kemur inn á
69 Ísak B. Jóhannesson (Ísland) fer af velli
69 Mikael Anderson (Ísland) kemur inn á
69 Arnór Sigurðsson (Ísland) fer af velli
68 Nedim Bajrami (Albanía) á skot framhjá
Boltinn hrekkur á Bajrami sem á skot yfir markið.
68 Amir Abrashi (Albanía) á skot sem er varið
Hörkuskot frá vítateig sem Rúnar ver með því að slá boltann burt
65 Albanía fær hornspyrnu
Davíð Kristján kemst fyrir fyrirgjöf frá hægri
62 Nedim Bajrami (Albanía) á skot framhjá
Hröð sókn eftir horn Íslands og skot hægra megin úr vítateignum en framhjá stönginni nær.
61 Ísland fær hornspyrnu
Skallabarátta í teignum eftir hornið en Albanir ná svo skyndisókn.
61 Birkir Bjarnason (Ísland) á skot sem er varið
Fast skot af 20 m færi eftir góða sókn og Strakosha kastar sér og ver í horn. Góð tilraun
58
Engu munar að Arnór komist í boltann í vítateig Albana eftir sendingu til baka en Strakosha markvörður nær honum með úthlaupi.
57 Sokol Cikalleshi (Albanía) á skot framhjá
Skot frá vítateigslínu, með jörðinni og framhjá hægra megin.
56
Góð pressa íslenska liðsins þessar mínútur og langt innkast frá hægri. Hörður Björgvin mætir á svæðið. Eftir innkastið skallar Guðlaugur Victor inn að marki en Strakosha markvörður hirðir boltann örugglega.
54 Arnór Sigurðsson (Ísland) á skot sem er varið
Kemst inn í vítateiginn vinstra megin eftir góða sókn og reynir skot í hornið fjær en Strakosha ver örugglega.
53 Myrto Uzuni (Albanía) á skot sem er varið
Renndi sér á boltann á markteignum en Rúnar Alex ver vel með fótunum.
52
Albanirnir reyna að sannfæra dómarann um að láta skoða atvikið, telja boltann hafa farið í hönd Birkis. Dómarinn bendir ítrekað á öxlina á sér og lætur leikinn halda áfram.
51 Albanía fær hornspyrnu
Birkir Bjarnason komst fyrir skot í vítateignum
49
Bjargað á síðustu stundu eftir sprett Cikalleshi að endamörkum hægra megin í íslenska vítateignum.
47 Ísland fær hornspyrnu
Eftir hættulega fyrirgjöf Guðlaugs Victors frá hægri. Guðlaugur Victor reynir eftir hornið að skalla á nærstönginni en nær ekki að sneiða boltann sem siglir framhjá öllum og aftur fyrir endamörkin hinum megin.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Albanir hafa verið manni fleiri frá 10. mínútu og komust yfir á 35. mínútu. Staðan er 1:0 í hálfleik.
45 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) á skot framhjá
Óvænt skot Þóris úr aukaspyrnunni og í hliðarnetið nær! Góð tilraun.
45
Uppbótartíminn er 5 mínútur. Þrjár búnar af honum þegar Ísland fær aukaspyrnu rétt utan hægra vítateigshorns.
45 Ísland (Ísland) fær gult spjald
Arnar Þór Viðarsson þjálfari fær spjaldið fyrir mótmæli
43 Albanía fær hornspyrnu
Löng sókn Albana eftir hornið og þeir halda boltanum.
43 Sokol Cikalleshi (Albanía) á skot sem er varið
Skot rétt utan vítateigs í varnarmann og í horn
41 Myrto Uzuni (Albanía) á skot sem er varið
Hörkuskot vinstra megin úr vítateignum, Rúnar Alex ver og varnarmenn ná að hreinsa
35 MARK! Ermir Lenjani (Albanía) skorar
1:0 - Fyrirgjöf Uzuni frá vinstri og Lenjani stekkur upp á markteignum fjær og skallar fast í hornið nær. Rúnar Alex kemur hönd í boltann en það er ekki nóg.
35 Albanía fær hornspyrnu
Davíð Kristján kemst fyrir fyrirgjöf frá hægri. Skallað frá eftir hornið.
32 Albanía fær hornspyrnu
Guðlaugur Victor kemst fyrir skot Lenjani eftir þunga pressu Albana. Albanir dæmdir brotlegir eftir hornið.
29 Albanía fær hornspyrnu
Birkir kemst fyrir fyrirgjöf frá vinstri og bjargar í horn
27 Ísland fær hornspyrnu
Albanir ná skyndisókn eftir hornið en eftir innkast uppvið hornfána fer boltinn aftur fyrir endamörkin Íslands megin.
27 Birkir Bjarnason (Ísland) á skot sem er varið
Birkir í dauðafæri í markteignum vinstra megin eftir horn Ísaks frá hægri en Strakosha nær að komast fyrir skotið og verja í horn
26 Ísland fær hornspyrnu
24 Albanía fær hornspyrnu
Eftir fyrirgjöf frá hægri sem Davíð Kristján kemst fyrir. Ekkert kemur uppúr horninu - Ísland fær aukaspyrnu.
23 Myrto Uzuni (Albanía) á skot framhjá
Viðstöðulaust á lofti hægra megin úr vítateig eftir fyrirgjöf frá vinstri og skalla varnarmanns Íslands. Rétt framhjá stönginni fjær.
20 Albanía fær hornspyrnu
Annað horn sem ekkert kemur út úr
19 Albanía fær hornspyrnu
Guðlaugur Victor bjargar í horn eftir misskilning milli Daníels og Rúnars eftir fyrirgjöf
17
Nei, Rúnar heldur áfram eftir aðhlynningu.
15
Rúnar Alex Rúnarsson sest í vítateig Íslands og bendir á lærið. Fer hann líka af velli?
12 Albanía fær hornspyrnu
Aukaspyrna frá Ramadani - í varnarvegginn og í horn
12 Daníel Leó Grétarsson (Ísland) kemur inn á
Taktísk skipting vegna rauða spjaldsins. Daníel fer í vörnina fyrir Aron.
12 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) fer af velli
11
Birkir Bjarnason tekur við fyrirliðabandinu af Aroni. Aukaspyrna Albana rétt utan vítateigs.
10 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) fær rautt spjald
Eftir langa skoðun tekur de Burgos dómari þessa ákvörðun. Strangur dómur en líklega réttur.
8
Aron Einar Gunnarsson teflir á tæpasta vað þegar Uzuni kemst framhjá honum. Uzuni fellur. Skoðað í VAR. Fær Aron rautt spjald?
6
Davíð Kristján Ólafsson liggur eftir að hafa fengið boltann í andlitið af stuttu færi en er fljótur að jafna sig. Jón Dagur Þorsteinsson fær högg á hliðarlínunni þegar mótherji lendir á honum. Smá rekistefna í kjölfarið. Spænski dómarinn leysir úr þessu vandræðalítið.
5
Albanir eru meira með boltann á þessum upphafsmínútum leiksins.
4
Pressa frá Albönum eftir fyrirgjöf en íslenska liðið kemur boltanum í innkast.
1
Ísland með langt innkast strax eftir hálfa mínútu en Albanir ná að skalla boltann frá.
1 Leikur hafinn
0
Spænski dómarinn Ricardo de Burgos stjórnar ferðinni á Air Albania leikvanginum í kvöld. Völlurinn er nokkuð blautur eftir rigningu í dag en veðrið er orðið betra og skilyrðin ættu að vera ágæt.
0
Þjóðsöngvarnir hljóma og tvær mínútur í að leikurinn hefjist.
0
Möguleikinn á að Ísland komist í 2. styrkleikaflokk fyrir Evrópudráttinn í næsta mánuði er úr sögunni eftir óhagstæð úrslit í öðrum riðlum í gærkvöld. Eftir stendur að annað sætið í riðlinum, sem næst með jafntefli eða sigri, getur mögulega komið íslenska liðinu í umspil fyrir næsta EM.
0
Sokol Cikalleshi, framherji Albana, er þeirra fjórði markahæsti leikmaður frá upphafi en hann hefur skorað 12 mörk í 49 landsleikjum. Hann er líka leikjahæstur þeirra sem hefja leikinn í kvöld. Cikalleshi er 32 ára og spilar nú með Al-Khaleej í Sádi-Arabíu, sem lánsmaður frá Konyaspor í Tyrklandi.
0
Albanska liðið er talsvert breytt frá leiknum gegn Ísrael í Tel Aviv á laugardagskvöldið. Fimm leikmenn koma inn í liðið og meðal þeirra sem fara á bekkinn eru Armando Broja, framherjinn ungi frá Chelsea, og fyrirliðinn Elseid Hysaj sem leikur með Lazio á Ítalíu.
0
Birkir Bjarnason heldur áfram að bæta landsleikjametið sitt og spilar sinn 112. landsleik í kvöld. Aron Einar Gunnarsson leikur 99. leikinn og er því á barmi þess að komast í hinn fámenna 100 leikja hóp þar sem Rúnar Kristinsson og Birkir Már Sævarsson eru ásamt Birki Bjarna.
0
Albanir töpuðu 2:1 fyrir Ísrael í Tel Aviv á laugardagskvöldið og eiga því eins og Ísland ekki lengur möguleika á sigri í riðlinum og sæti í A-deildinni. Albanir bíða enn eftir fyrsta sigurleik sínum á árinu en þeir hafa gert þrjú jafntefli og tapað þrisvar í sex leikjum á árinu 2022. Allir þeirra ósigrar eru með markatölunni 1:2, gegn Ísrael tvisvar og gegn Spánverjum í vináttuleik á útivelli í mars.
0
Arnór Sigurðsson hefur náð sér eftir tæklinguna slæmu sem hann varð fyrir snemma í leiknum gegn Venesúela og er í byrjunarliðinu í kvöld. Hann þurfti að fara af velli á 19. mínútu leiksins á föstudaginn.
0
Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Venesúela, 1:0, á föstudaginn. Það eru tveir miðjumenn sem víkja, Stefán Teitur Þórðarson og Hákon Arnar Haraldsson en í stað þeirra koma Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson inn í byrjunarliðið.
0
Hér er annað sæti riðilsins í húfi og það getur skipt miklu máli, annars vegar um að komast mögulega í 2. styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2024, og hins vegar getur sætið hjálpað til með að komast í umspil fyrir EM 2024, ef liðið kemst ekki áfram úr riðlakeppninni.
0
Velkomin með mbl.is á hinn glæsilega Air Albania leikvang í Tirana, höfuðborg Albaníu, þar sem Ísland mætir heimamönnum í lokaleik 2. riðils B-deildar Þjóðadeildar UEFA. Ísrael hefur þegar unnið riðilinn með 8 stig og tryggt sér sæti í A-deildinni. Ísland er með þrjú stig eftir þrjú jafntefli og Albanía er með eitt stig.
Sjá meira
Sjá allt

Albanía: (4-3-3) Mark: Thomas Strakosha. Vörn: Iván Balliu, Ardian Ismajli, Freddie Veseli, Ermir Lenjani (Elseid Hysaj 77). Miðja: Ylber Ramadani, Klaus Gjasula (Enea Mihaj 83), Amir Abrashi (Qazim Laci 69). Sókn: Myrto Uzuni, Sokol Cikalleshi (Armando Broja 69), Nedim Bajrami (Enis Cokaj 83).
Varamenn: Etrit Berisha (M), Elhan Kastrati (M), Elseid Hysaj, Adrian Bajrami, Enis Cokaj, Taulant Seferi, Armando Broja, Enea Mihaj, Kristjan Asllani, Qazim Laci, Albi Doka, Arbnor Mucolli.

Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Þórir Jóhann Helgason, Birkir Bjarnason (Andri Lucas Guðjohnsen 81), Ísak B. Jóhannesson (Hákon Arnar Haraldsson 69). Sókn: Arnór Sigurðsson (Mikael Anderson 69), Alfreð Finnbogason (Mikael Egill Ellertsson 69), Jón Dagur Þorsteinsson (Daníel Leó Grétarsson 12).
Varamenn: Patrik Sigurður Gunnarsson (M), Elías Rafn Ólafsson (M), Hjörtur Hermannsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Stefán Teitur Þórðarson, Hákon Arnar Haraldsson, Mikael Anderson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen.

Skot: Albanía 9 (5) - Ísland 6 (5)
Horn: Albanía 13 - Ísland 5.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Air Albania Stadium, Tirana

Leikur hefst
27. sept. 2022 18:45

Aðstæður:
18 stiga hiti, gola og létt rigning.

Dómari: Ricardo de Burgos, Spáni
Aðstoðardómarar: Iker De Fransisco og Jon Núnez, Spáni

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka