Síðustu daga hefur verið kallað eftir því að leikmenn úr A-landsliði karla í fótbolta verði færðir yfir í 21-árs landsliðið fyrir seinni umspilsleikinn gegn Tékkum í dag, í stað þess að spila með A-liðinu gegn Albaníu.
Þar með aukist möguleikarnir á því að 21-árs liðið komist í lokakeppni EM í annað skiptið í röð sem yrði sannarlega glæsilegur árangur.
En hafa þeir sem kallað hafa eftir þessu hugsað málið alla leið? Strákarnir sem hafa spilað þessa undankeppni með 21-árs liðinu og staðið sig frábærlega, eiga þeir allt í einu að víkja í síðasta leiknum fyrir mönnum sem hafa alls ekki verið í liðinu eða hópnum?
Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.