Strákarnir þurfa sigur í Tékklandi í dag

Ísak Snær Þorvaldsson verður ekki með í Tékklandi í dag.
Ísak Snær Þorvaldsson verður ekki með í Tékklandi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seinni umspilsleikur Íslands og Tékklands um sæti í lokakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta fer fram í Ceské Budejovice í Tékklandi í dag.

Tékkar standa vel að vígi eftir sigur í fyrri leiknum á Víkingsvellinum, 2:1, á föstudaginn.

Sævar Atli Magnússon sem skoraði þá mark Íslands úr vítaspyrnu verður ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann. Í hans stað kemur Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í Hollandi, sem var í leikbanni í leiknum á föstudaginn. Kristian hefur verið lykilmaður hjá íslenska liðinu í keppninni og skoraði fimm mörk í fjórum leikjum í röð á lokaspretti riðlakeppninnar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert