Ísland úr leik eftir svekkjandi jafntefli

Kristian Nökkvi Hlynsson í baráttunni í Tékklandi.
Kristian Nökkvi Hlynsson í baráttunni í Tékklandi. Ljósmynd/KSÍ

Ísland missti naum­lega af sæti í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins U21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu næsta sum­ar eft­ir marka­laust jafn­tefli gegn Tékklandi í síðari leik liðanna í um­spili um laust sæti í loka­keppn­inni í Ce­ske Bu­dejovice í Tékklandi í dag.

Leik­ur­inn fór ró­lega af stað og Adam Gabriel átti fyrsta mark­tæki­færi Tékk­lands þegar hann reyndi ut­an­fót­ar­skot í teign­um sem fór beint á Há­kon Rafn Valdi­mars­son.

Fimm mín­út­um síðar átti Ró­bert Orri Þorkels­son mis­heppnaðan skalla frá marki og bolt­inn datt fyr­ir Václav Sejk. Sejk reyndi skot, rétt utan teigs, en bolt­inn fór af Ró­berti Orra og þaðan í fangið á Há­koni Rafni.

Sejk átti svo hættu­leg­ustu til­raun Tékka í fyrri hálfleik þegar hann átti þrumu­skot úr miðjum teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf Gabriels frá hægri en bolt­inn fór fram hjá mark­inu.

Íslenska liðið átti nokkra góða spilkafla í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér af­ger­andi mark­tæki­færi, og staðan því marka­laus í hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleik­inn af mikl­um krafti. Andri Fann­ar Bald­urs­son átti frá­bært skot á 56. mín­útu, rétt utan teigs, sem Matej Kovár í marki Tékka varði í horn.

Tveim­ur mín­út­um síðar átti Dag­ur Dan Þór­halls­son þrumu­skot af 25 metra færi en bolt­inn sleikti stöng­ina á leið sinni fram hjá mark­inu.

Lukás Cerv átti þrumu­skot á 60. mín­útu en Há­kon Rafn var vand­an­um vax­inn og varði í horn.

Orri Steinn Óskars­son fékk sann­kallað dauðafæri á 63. mín­útu þegar Óli Val­ur Ómars­son átti frá­bæra send­ingu frá hægri en skalli Orra úr miðjum teign­um fór yfir markið.

Fjór­um mín­út­um síðar fékk Sejk í liði Tékka fínt færi þegar hann fékk fyr­ir­gjöf frá vinstri en hann hitti bolt­ann illa og hann fór langt fram hjá mark­inu.

Kol­beinn Þórðar­son átti lag­lega marktilraun á 76. mín­útu þegar hann átti fast vinstri fót­ar skot úr miðjum teign­um en Kovár í marki Tékka varði mjög vel.

Lukás Cerv átti þrumu­skot á 82. mín­útu eft­ir vel út­færða horn­spyrnu Tékka en Há­kon Rafn í marki ís­lenska liðsins varði mjög vel frá hon­um.

Val­geir Lun­dal Friðriks­son fékk besta færi ís­lenska liðsins í leikn­um á 90. mín­útu þegar Þor­leif­ur Úlfars­son átti frá­bæra fyr­ir­gjöf frá vinstri.

Val­geir var einn í markteign­um en skot hans fór í höfuðið á Kovár í marki Tékka og þaðan yfir markið.

Val­geir fékk svo að líta rauða spjaldið á loka­sek­únd­um leiks­ins þegar hann stjakaði við Robin Hra­nác í vörn Tékka en fleiri urðu fær­in ekki og loka­töl­ur því 0:0.

Fyr­ir leik liðanna lauk með 2:1-sigri tékk­neska liðsins á Vík­ings­velli í Foss­vogi á föstu­dag­inn og Ísland er því úr leik en Tékk­ar eru komn­ir áfram í loka­keppn­ina sem fram fer í Georgíu og Rúm­en­íu næsta sum­ar.

Tékk­land U21 0:0 Ísland U21 opna loka
fær gult spjald Matyás Kozák (23. mín.)
fær gult spjald Václav Sejk (40. mín.)
fær gult spjald Matej Valenta (55. mín.)
fær gult spjald Filip Soucek (90. mín.)
fær gult spjald Jan Zamburek (90. mín.)
fær gult spjald Robin Hranác (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Dagur Dan Þórhallsson (41. mín.)
fær gult spjald Bjarki Steinn Bjarkason (90. mín.)
fær rautt spjald Valgeir Lunddal Friðriksson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með markalausu jafntefli sem þýðir að Ísland er úr leik og Tékkar fara á EM.
90 Robin Hranác (Tékkland U21) fær gult spjald
+4. Fyrir að tefja.
90 Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21) fær rautt spjald
+4. Fyrirr að hrinda Hranác.
90 Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21) fær gult spjald
+4.
90 Jan Zamburek (Tékkland U21) fær gult spjald
+3. Fyrir að tefja.
90 Filip Soucek (Tékkland U21) fær gult spjald
+2. Fyrir að tefja.
90 Ísland U21 fær hornspyrnu
+1. Tékkar hreinsa.
90 Ísland U21 fær hornspyrnu
Tékkar hreinsa.
90 Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Þorleifur með frábæra fyrirgjöf og Valgeir einn í markteignum en Kovár ver þetta með höfðinu!
90
+4 mínútur í uppbótartíma!
90 Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21) kemur inn á
90 Brynjólfur Willumsson (Ísland U21) fer af velli
89 Filip Soucek (Tékkland U21) kemur inn á
89 Matej Valenta (Tékkland U21) fer af velli
88 Ísland U21 fær hornspyrnu
82 Tékkland U21 fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
82 Lukás Cerv (Tékkland U21) á skot sem er varið
FÆRI! Cerv með þrumuskot utan teigs en Hákon ver mjög vel!
82 Tékkland U21 fær hornspyrnu
80 Þorleifur Úlfarsson (Ísland U21) kemur inn á
80 Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21) fer af velli
76 Tékkland U21 fær hornspyrnu
Ísland hreinsa.
76 Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21) á skot sem er varið
FÆRI! Kolbeinn með þrumuskot úr teignum en Kovár ver mjög vel.
74 Daniel Fila (Tékkland U21) kemur inn á
74 Václav Sejk (Tékkland U21) fer af velli
72
Tvöföld skipting hjá íslenska liðinu.
72 Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21) kemur inn á
72 Óli Valur Ómarsson (Ísland U21) fer af velli
72 Logi Tómasson (Ísland U21) kemur inn á
72 Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) fer af velli
68 Matej Valenta (Tékkland U21) á skot framhjá
Skot sem fer yfir markið úr þröngu færi.
68 Tékkland U21 fær hornspyrnu
67 Václav Sejk (Tékkland U21) á skot framhjá
Sejk í fínu færi eftir aukaspyrnu frá hægri en hann hittir boltann skelfilega og boltinn endar fyrir aftan endamörk.
63 Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) á skalla sem fer framhjá
DAUÐAFÆRI! Orri Steinn mep frían skalla, nánast úr markteig Tékkanna, en hann þarf að teygja sig í boltann og skallinn fer yfir.
60 Tékkland U21 fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
60 Lukás Cerv (Tékkland U21) á skot sem er varið
Fast skot af 30 metra fær en Hákon ver þetta vel.
58 Filip Kaloc (Tékkland U21) kemur inn á
58 Matyás Kozák (Tékkland U21) fer af velli
58 Krystof Danek (Tékkland U21) kemur inn á
58 Filip Kaloc (Tékkland U21) fer af velli
58 Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) á skot framhjá
VÁ! Dagur Dan með geggjað skot af 25 metra færi og boltinn rétt framhjá.
56 Ísland U21 fær hornspyrnu
56 Andri Fannar Baldursson (Ísland U21) á skot sem er varið
VÁ! Andri Fannar fer hrikalega illa með þrjá Tékka og á svo þrumuskot sem að Kovár rétt nær að verja yfir markið!
55 Matej Valenta (Tékkland U21) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn.
50 Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) á skalla sem fer framhjá
Dagur með skallann en boltinn hátt yfir markið.
50 Ísland U21 fær hornspyrnu
48 Tékkland U21 fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað og það er íslenska liðið sem byrjar á einum löngum bolta fram völlinn.
45 Hálfleikur
Hálfleikur í Tékklandi og staðan er markalaus.
45
+1 mínúta í uppbótartíma.
45 Matej Valenta (Tékkland U21) á skot framhjá
Fast utanfótarskot, rétt utan teigs, en boltinn allan tímann á leiðinni framhjá markinu.
41 Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) fær gult spjald
Fyrir brot.
40 Václav Sejk (Tékkland U21) fær gult spjald
Fer með olnbogann í Róbert Orra.
36
Íslenska liðið hefur haldið vel í boltann þessar síðustu mínútur en bíðum ennþá eftir fyrsta alvöru marktækifærinu.
31 Martin Vitík (Tékkland U21) á skalla sem fer framhjá
Skalli eftir aukaspyrnu frá hægri en boltinn endar fyrir aftan endamörk.
29 Ísland U21 fær hornspyrnu
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Andra eftir að hornspyrnan var tekin stutt en Tékkarnir bjarga þessu á síðustu stundu.
23 Matyás Kozák (Tékkland U21) fær gult spjald
Kozák allt of seinn í tæklinguna og aukaspyrna dæmd.
23
Brynjólfur með skot sem fer beint í varnarvegginn. Illa farið með gott færi þarna.
22
Brotið á Brynjólfi, alveg við vítateigslínu Tékkanna, og Ísland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
21 Václav Sejk (Tékkland U21) á skot framhjá
FÆRI! FGabriel með flotta fyrirgjöf frá hægri og Sejk á þrumuskot sem fer rétt framhjá.
18 Václav Sejk (Tékkland U21) á skot sem er varið
Róbert Orri með misheppnaðan skalla og boltinn dettur fyrir Sejk sem á þrumoskot sem fer af Róberto og beint í fangið á Hákoni.
13 Adam Gabriel (Tékkland U21) á skot sem er varið
Gabriel fer í laglegt þríhyrningarspil og kemur sér inn í vítateig íslenska liðsins en utanfótarskot hans fer beint á Hákon.
11 Ísland U21 fær hornspyrnu
Aukaspyrna dæmd á íslenska liðið.
8
Jurásek með stórhættulega fyrirgjöf frá vinstri en Kozák klifrar upp á bakið á Róberti Orra og aukaspyrna dæmd.
4 Tékkland U21 fær hornspyrnu
Dæmd aukaspyrna á Tékkana.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað í Tékklandi og það eru Tékkar sem hefja leik.
0
Útivallarmörkin telja ekki í þessu umspili og fari svo að Ísland vinni með einu marki verður gripið til framlengingar, og loks vítaspyrnukeppni, til þess að skera úr um sigurvegara.
0
Alls gerir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá fyrri leik liðanna í Fossvoginum en ásamt Kristiani Nökkva koma þeir Orri Steinn Óskarsson og Óli Valur Ómarsson inn í liðið.
0
Ísland þarf á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2023 sem fram fer í Georgíu og Rúmeníu næsta sumar en það yrði þá annað lokamót íslenska liðsins í röð og það þriðja í sögu U21-árs landsliðsins.
0
Sævar Atli Magnússon sem skoraði mark Íslands á föstudaginn er í leikbanni í dag vegna gulra spjalda. Kristian Nökkvi Hlynsson kemur hins vegar inn í liðið á ný en hann var í banni í fyrri leiknum. Ísak Snær Þorvaldsson komst ekki með til Tékklands vegna sýkingar í tönn og Hilmir Rafn Mikaelsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, kom inn í hópinn í hans stað.
0
Seinni úrslitaleikur Tékklands og Íslands um sæti í lokakeppni EM karla 21 árs og yngri hefst í Ceske Budejovice klukkan 16.00. Tékkar standa vel að vígi eftir sigur í fyrri leiknum á Víkingsvellinum á föstudaginn, 2:1.
Sjá meira
Sjá allt

Tékkland U21: (4-3-3) Mark: Matej Kovár. Vörn: Adam Gabriel, Martin Vitík, Robin Hranác, Matej Jurásek. Miðja: Lukás Cerv, Jan Zamburek, Matej Valenta (Filip Soucek 89). Sókn: Matyás Kozák (Filip Kaloc 58, Krystof Danek 58), Václav Sejk (Daniel Fila 74), Michal Sevcík.
Varamenn: Vitezslav Jaros (M), Michal Fukala, Filip Soucek, Adam Karabec, Martin Cedidla, Krystof Danek, Daniel Fila, Jan Knapík, Filip Kaloc.

Ísland U21: (3-5-2) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Ísak Óli Ólafsson, Róbert Orri Þorkelsson. Miðja: Óli Valur Ómarsson (Bjarki Steinn Bjarkason 72), Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson (Þorleifur Úlfarsson 80), Kristian Nökkvi Hlynsson, Dagur Dan Þórhallsson (Logi Tómasson 72). Sókn: Orri Steinn Óskarsson, Brynjólfur Willumsson (Hilmir Rafn Mikaelsson 90).
Varamenn: Adam Ingi Benediktsson (M), Logi Tómasson, Bjarki Steinn Bjarkason, Þorleifur Úlfarsson, Birkir Heimisson, Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Hilmir Rafn Mikaelsson, Ágúst Eðvald Hlynsson.

Skot: Tékkland U21 9 (4) - Ísland U21 6 (3)
Horn: Ísland U21 7 - Tékkland U21 7.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Strelecky Ostrov, Ceske Budejovice

Leikur hefst
27. sept. 2022 16:00

Aðstæður:
12 stiga hiti, léttskýjað og gola

Dómari: Morten Krogh, Danmörku
Aðstoðardómarar: Wollenberg Rasmussen og Jesper Dahl, Danmörku

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka