Þetta kallar maður liðsheild

Mikael Neville Anderson, Guðlaugur Victor Pálsson og Þórir Jóhann Helgason …
Mikael Neville Anderson, Guðlaugur Victor Pálsson og Þórir Jóhann Helgason fagna í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Þetta kall­ar maður liðsheild,“ sagði Guðlaug­ur Victor Páls­son, leikmaður ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við Viaplay eft­ir 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Alban­íu í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar í Tir­ana í Alban­íu í kvöld.

„Við sýnd­um ótrú­leg­an karakt­er með því að koma til baka og jafna þenn­an leik. Það var ákveðið sjokk að missa Aron Ein­ar af velli og fyrri hálfleik­ur­inn var aðeins í takt við það. Mér fannst við koma virki­lega sterk­ir út í seinni hálfleik­inn og það var mik­ill kraft­ur í okk­ur. Fyrri hálfleik­ur­inn og seinni hálfleik­ur­inn var nán­ast svart og hvítt og við gerðum þetta virki­lega vel.“

Þrátt fyr­ir að lenda einu marki und­ir gafst ís­lenska liðið aldrei upp og upp­skar jöfn­un­ar­mark í upp­bót­ar­tíma.

„Þetta var klaufa­legt mark að fá á sig en við gáf­umst aldrei upp. Við gerðum þetta sam­an og bar­átt­an í liðinu skilaði okk­ur þessu stigi í dag,“ sagði Guðlaug­ur Victor.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka