Veit að dómarinn vildi ekki gefa rautt spjald

Ísak Bergmann Jóhannesson sækir að Albönum í Tirana í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson sækir að Albönum í Tirana í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Liðið barðist all­an tím­ann og við gáf­umst aldrei upp,“ sagði Arn­ar Þór Viðars­son, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við Viaplay eft­ir 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Alban­íu í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar í Tir­ana í Alban­íu í kvöld.

„Það hef­ur slokknað aðeins á þeim síðustu tutt­ugu mín­út­urn­ar í síðustu leikj­um þeirra og við vor­um meðvitaðir um það. Ég gæti í raun ekki verið stolt­ari af öll­um 23 leik­mönn­un­um mín­um. Þeir trúðu því all­ir að við gæt­um fengið eitt­hvað út úr þess­um leik.

Við rædd­um það líka í hálfleik að ef við mynd­um halda áfram að hlaupa fyr­ir hvorn ann­an þá mynd­um við fá færi. Þeir sem byrjuðu inn á stóðu sig frá­bær­lega og þeir sem komu inn á stóðu sig frá­bær­lega líka,“ sagði Arn­ar.

Landsliðsfyr­irliðinn Aron Ein­ar Gunn­ars­son fékk að líta beint rautt spjald á 10. mín­útu og var ís­lenska liðið því ein­um manni færri í tæp­ar 90 mín­út­ur þar sem upp­bót­ar­tím­inn var rúm­lega sjö mín­út­ur.

„Mér fannst þetta ansi harður dóm­ur. Það var togað í Aron og sókn­ar­maður­inn komst þannig fram fyr­ir hann. Ég veit að dóm­ar­inn vildi ekki gefa þetta rauða spjald en svona er þetta. Við vor­um til­bún­ir með plan B sem strák­arn­ir út­færðu full­kom­lega,“ sagði Arn­ar Þór.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka