Evrópudraumur Vals úti eftir jafntefli í Tékklandi

Simona Necidová og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í fyrri leik liðanna …
Simona Necidová og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í fyrri leik liðanna í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Slavia Prag og Val­ur gerðu marka­laust jafn­tefli í síðari leik liðanna í 2. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu kvenna í Prag í dag. Val­ur er þar með úr leik eft­ir að hafa tapað fyrri leikn­um 0:1 en Slavia er komið áfram í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar.

Heima­kon­ur í Slavia byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti, pressuðu Valskon­ur frammi og sköpuðu sér nokk­ur hálf­færi.

Skot þeirra rötuðu hins veg­ar ým­ist í varn­ar­menn Vals eða í ör­ugg­ar hend­ur Söndru Sig­urðardótt­ur í mark­inu.

Val­ur vann sig sí­fellt bet­ur inn í leik­inn eft­ir því sem leið á fyrri hálfleik­inn og tók al­farið við stjórn­inni síðasta stund­ar­fjórðung­inn.

Eft­ir rúm­lega hálf­tíma leik slapp Cyera Hintzen ein í gegn eft­ir lag­lega stungu­send­ingu Önnu Rakel­ar Pét­urs­dótt­ur en Oli­vie Luká­sová í marki Slavia varði skot Hintzen úr ögn þröngu færi út í víta­teig áður en hreinsað var frá.

Und­ir lok hálfleiks­ins átti Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir stór­hættu­legt skot rétt fyr­ir fram­an D-bog­ann en Luká­sová, sem mátti hafa sig alla við, gerði vel í að verja skotið yfir markið.

Marka­laust var því í leik­hléi.

Í síðari hálfleik náðu Valskon­ur sér ekki nægi­lega á strik og tókst lengi vel ekki að skapa sér nein færi.

Um hálfleik­inn miðjan kom varamaður­inn Elín Metta Jen­sen sér í fínt færi eft­ir góðan sprett en táar­skot henn­ar úr þröngu færi fór í hliðarnetið ut­an­vert.

Í hálfleikn­um skoraði Slavia tví­veg­is en í bæði skipt­in voru mörk­in dæmd af. Fyrst skoraði Tereza Kozárová með lag­leg­um skalla en markið var dæmt af vegna rang­stöðu.

Eft­ir rúm­lega klukku­tíma leik skoraði Franny Cer­ná með skoti á lofti en brotið var á Örnu Sif Ásgríms­dótt­ur í aðdrag­and­an­um og því fékk það mark ekki held­ur að standa.

Slavia skapaði sér ann­ars nokk­ur góð færi til viðbót­ar en hafði ekki er­indi sem erfiði.

Þegar þrett­án mín­út­ur voru til leiks­loka fékk Val­ur sitt besta færi í leikn­um. Anna Rakel tók þá auka­spyrnu utan af velli, fann Örnu Sif eina á fjær­stöng­inni en skot henn­ar af markteig fór yfir markið.

Leik­ur­inn fjaraði svo út og marka­laust jafn­tefli niðurstaðan, sem þýðir að Slavia vann ein­vígið sam­an­lagt 1:0 og tek­ur þátt í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í haust og í vet­ur.

Slavia Prag 0:0 Val­ur opna loka
fær gult spjald Tereza Szewieczková (77. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Sólveig J. Larsen (58. mín.)
fær gult spjald Bryndís Arna Níelsdóttir (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+6 Leiknum lýkur með markalausu jafntefli og Slavia vinnur einvígið því samanlagt, 1:0. Evrópudraumur Vals er því úti.
90 Petra Divisová (Slavia Prag) kemur inn á
+4
90 Martina Surnovská (Slavia Prag) fer af velli
+4
90 Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) á skot framhjá
+3 Misheppnað skot Þórdísar Elvu fer til hliðar á Speckmaier sem er í dauðafæri en er dæmd rangstæð.
90 Valur fær hornspyrnu
+3
90 Alika Keene (Slavia Prag) kemur inn á
+1
90 Tereza Kozárová (Slavia Prag) fer af velli
+1
90
Að minnsta kosti fjórum mínútum verður bætt við venjulegan leiktíma.
90 Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) fær gult spjald
Þrumar Bartovicová niður.
88 Lucie Bendová (Slavia Prag) á skot framhjá
Skotið úr D-boganum yfir markið.
86 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig hættulítið og rúllar framhjá markinu.
84 Tereza Kozárová (Slavia Prag) á skot sem er varið
Hætta við mark Valskvenna en Elísa kemst fyrst fyrir skot og Lillý Rut skömmu síðar.
84 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot sem er varið
83 Mariana Speckmaier (Valur) kemur inn á
83 Sólveig J. Larsen (Valur) fer af velli
80 Lucie Bendová (Slavia Prag) kemur inn á
80 Denisa Veselá (Slavia Prag) fer af velli
77 Arna Sif Ásgríms­dótt­ir (Valur) á skot framhjá
Dauðafæri! Anna Rakel með stórhættulega aukaspyrnu sem Arna Sif nær að teygja sig í við markteiginn en skotið yfir!
77 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) fær gult spjald
Þrumar Ásdísi Karen niður.
75 Valur fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
73 Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) kemur inn á
73 Cyera Hintzen (Valur) fer af velli
73 Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) kemur inn á
73 Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir (Valur) fer af velli
71 Gabriela Slajsová (Slavia Prag) á skot sem er varið
Skotið fyrir utan teig í varnarmann og endar svo í höndum Söndru.
68 Elín Metta Jensen (Valur) á skot framhjá
Kemur sér í fínt færi eftir laglegan sprett en táarskotið framhjá nærstönginni.
65 Simona Necidová (Slavia Prag) á skalla sem fer framhjá
Skallinn úr miðjum teignum fer framhjá markinu.
63 Slavia Prag fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
63 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot sem er varið
Slavia aftur í færi, Szewieczková tekur skot eftir vandræði í vörn Vals en Arna Sif kemst fyrir það og boltinn aftur fyrir.
63 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot framhjá
Hryllileg markspyrna Söndru endar hjá Szewieczková sem nær að lokum skotinu undir pressu en það fer framhjá markinu.
62
Aftur skorar Slavia, Cerná að þessu sinni með góðu skoti á lofti en það er brotið á Örnu Sif í aðdragandanum.
60 Elín Metta Jensen (Valur) kemur inn á
Fyrsta skipting Valskvenna.
60 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) fer af velli
58 Sólveig J. Larsen (Valur) fær gult spjald
Stígur á Cerná.
56
Kozárová skorar með glæsilegum skalla og fagnar af innlifun. Markið stendur þó ekki vegna rangstöðu sem var dæmd. Erfitt að sjá hvort það hafi verið rétt.
50
Úff, nærri því sjálfsmark! Elísa kassar fyrirgjöf niður, boltinn rúllar framhjá Söndru en Arna Sif hreinsar frá á marklínu!
48
Ásdís Karen finnur Sólveigu í teignum en fyrsta snertingin svíkur hana og boltinn skoppar aftur fyrir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Valur hefur síðari hálfleikinn. 45 mínútur til þess að minnsta kosti jafna einvígið.
45 Hálfleikur
+1 Það er markalaust í leikhléi. Síðari hluta fyrri hálfleiks tók Valur leikinn alfarið yfir en mörkin hafa látið á sér standa. Hintzen og Ásdís Karen hafa komist næst því að skora fyrir Val.
42 Valur fær hornspyrnu
Eftir smá darraðardans þar sem Hintzen reynir þversendingu kemur varnarmaður Slavia boltanum frá að lokum.
42 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Frábært skot rétt utan teigs sem Lukásová má hafa sig alla við að verja yfir markið!
38 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) á skot framhjá
Er komin yfir á hægri kantinn, "köttar" inn á vinstri fótinn og tekur skot utan teigs en það fer framhjá markinu.
32 Cyera Hintzen (Valur) á skot sem er varið
Færi! Hintzen sleppur í gegn eftir laglega stungusendingu Önnu Rakelar, nær skotinu úr teignum en færið ögn of þröngt og Lukásová ver skotið út í teiginn áður en Necidová hreinsar frá.
30 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot framhjá
Flott tilraun við vítateigshornið en boltinn framhjá markinu.
26 Elísa Viðarsdóttir (Valur) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig fer yfir markið.
25
Það er með miklum ólíkindum að Krejciríková hafi ekki fengið gult spjald fyrir að þruma Þórdísi Hrönn niður. Fer hátt með sólann eftir að Ásdís Karen vann boltann af henni.
23 Valur fær hornspyrnu
Lukásová virtist slá spyrnu Önnu Rakelar til hliðar en Slavia fær þó innkastið.
20 Martina Surnovská (Slavia Prag) á skot sem er varið
Bjartsýnisskot rétt fyrir framan miðju, ætlar að setja boltann yfir Söndru en það er ekki heiglum hent og Sandra grípur boltann auðveldlega.
17 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot sem er varið
Skot úr D-boganum en Sandra vel á verði og grípur boltann.
16
Ásdís Karen með laglega stungusendingu á Hintzen sem er utarlega í teignum og reynir að lyfta boltanum á fjærstöngina þar sem Sólveig er mætt en Lukásová nær til boltans á undan.
14 Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir (Valur) á skot framhjá
Gott spil endar með því að Þórdís Hrönn leggur boltann út á Ásgerði Stefaníu, hún tekur þrumuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið.
11 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Hornspyrnan er skölluð frá og Þórdís Hrönn reynir svo skot eða fyrirgjöf utan af velli sem Lukásová grípur auðveldlega.
11 Valur fær hornspyrnu
Valskonur komast loks í almennilega sókn, Sólveig gerir vel í að finna Elísu í "overlappinu" og hún vinnur hornspyrnu.
8 Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot sem er varið
Hornspyrnan er aftur tekin stutt og Szewieczková reynir skotið utarlega úr teignum en Arna Sif skallar boltann frá.
8 Slavia Prag fær hornspyrnu
5
Heimakonur byrja þennan leik af miklum krafti. Valskonur þurfa aðeins að ná áttum og koma sér inn í leikinn.
3 Gabriela Slajsová (Slavia Prag) á skot framhjá
Færi! Veselá er að sleppa allt of auðveldlega upp hægri kantinn, vann hornspyrnuna áðan og leggur boltann nú út á Surnovská sem tekur skot úr vítateignum sem fer í varnarmann, Slajsová fylgir á eftir en skot hennar yfir markið.
3 Martina Surnovská (Slavia Prag) á skot sem er varið
2 Diana Bartovicová (Slavia Prag) á skalla sem fer framhjá
Hornspyrnan er tekin stutt og fyrirliðinn nær svo skallanum af nærstönginni en hann fer töluvert langt framhjá markinu.
2 Slavia Prag fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Slavia hefur leikinn.
0
Það heyrist í nokkrum stuðningsmönnum Vals fyrir leik. Hið besta mál að liðið fái stuðning í Prag í dag.
0
Liðin eru mætt út á völl og fer leikurinn mikilvægi senn að hefjast.
0
Á síðasta tímabili varð Breiðablik fyrsta íslenska liðið til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og í riðlakeppni í Evrópu yfir höfuð hjá bæði körlum og konum. Íslands- og bikarmeistarar Vals vilja ólmir feta í fótspor Blika og lengja tímabilið sitt töluvert með væntanlegum stórleikjum í haust og vetur.
0
Byrjunarlið Slavia er óbreytt frá fyrri leiknum á Hlíðarenda í síðustu viku.
0
Mist Edvardsdóttir er þá áfram fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Lillý Rut Hlynsdóttir er áfram í miðri vörn Valskvenna.
0
Valur gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá 3:1-sigrinum á Aftureldingu á sunnudaginn, þar sem liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kemur aftur inn í liðið og Elín Metta Jensen sest aftur á varamannabekkinn.
0
Slavia Prag vann fyrri leikinn 1:0 á Origo-vellinum að Hlíðarenda í síðustu viku og þarf Valur því á sigri að halda í dag. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá síðari leik Slavia Prag og Vals í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna.
Sjá meira
Sjá allt

Slavia Prag: (4-5-1) Mark: Olivie Lukásová. Vörn: Gabriela Slajsová, Simona Necidová, Diana Bartovicová, Michaela Khýrová. Miðja: Tereza Krejciríková, Martina Surnovská (Petra Divisová 90), Denisa Veselá (Lucie Bendová 80), Tereza Szewieczková, Franny Cerná. Sókn: Tereza Kozárová (Alika Keene 90).
Varamenn: Barbora Sladká (M), Tereza Fuchsová (M), Denisa Tenkrátová, Kristýna Ruzicková, Lucie Bendová, Sejde Abrahamsson, Albína Goretkiová, Petra Divisová, Alika Keene.

Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir. Miðja: Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir (Þórdís Elva Ágústsdóttir 73), Lára Kristín Pedersen, Ásdís Karen Halldórsdóttir. Sókn: Sólveig J. Larsen (Mariana Speckmaier 83), Cyera Hintzen (Bryndís Arna Níelsdóttir 73), Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Elín Metta Jensen 60).
Varamenn: Fanney Inga Birkisdóttir (M), Elín Metta Jensen, Brookelynn Entz, Þórdís Elva Ágústsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir, Mariana Speckmaier, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Sigríður Th. Guðmundsdóttir.

Skot: Slavia Prag 13 (8) - Valur 11 (3)
Horn: Valur 5 - Slavia Prag 3.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: Stadion Na Chvalech, Prag, Tékklandi

Leikur hefst
28. sept. 2022 13:00

Aðstæður:
Tíu gráðu hiti, léttskýjað og smá vindur. Völlurinn laus í sér og með stöku drullublettum.

Dómari: Eszter Urban, Ungverjalandi
Aðstoðardómarar: Anita Vad og Petra Nagy, Ungverjalandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert