Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, vinstri kantmaður Vals, var besti leikmaðurinn í 17. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Þórdís lagði upp öll þrjú mörk Valskvenna þegar þær sigruðu Aftureldingu 3:1 í Mosfellsbæ á laugardaginn og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og hún fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.
Danielle Marcano, framherji Þróttar, og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, hægri kantmaður Stjörnunnar, fengu líka tvö M í sautjándu umferðinni og eru ásamt Þórdísi og átta öðrum leikmönnum í liði umferðarinnar sem sjá má í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.