Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður karlaliðs Fram í knattspyrnu, varð fyrir því óláni að ristarbrotna á æfingu og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu.
Brynjar Gauti gekk til liðs við Fram í júlí síðastliðnum eftir að hafa verið hjá Stjörnunni og lék tíu leiki fyrir Framara í Bestu deildinni, þar sem hann skoraði tvö mörk.
Fimm leikir eru eftir af tímabilinu þar sem Bestu deildinni hefur verið skipt í efri og neðri hluta. Fram lauk deildarkeppninni í neðri hlutanum þar sem það er sex stigum fyrir ofan fallsæti og á fyrir höndum leiki gegn ÍA, FH, Leikni R., ÍBV og Keflavík í októbermánuði.
Vegna meiðslanna mun Brynjar Gauti ekki geta tekið þátt í leikjunum fimm.