„Ég óttast að dag einn verði mér slaufað“

Gunnar Júlíus Helgason, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Gunnar Júlíus Helgason, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Þróttar. Ljósmynd/Þróttur Vogum

Gunn­ar Júlí­us Helga­son hef­ur látið af störf­um sem formaður knatt­spyrnu­deild­ar Þrótt­ar úr Vog­um.

Þetta til­kynnti hann í áhuga­verðum pistli sem hann birti á fót­bolta.net í gær en hann hef­ur gegnt ýms­um störf­um inn­an fé­lags­ins í gegn­um tíðina.

Fyr­ir fimm árum síðan kom það í minn hlut að semja við leik­mann um að leika fyr­ir mitt fé­lag,“ skrif­ar Gunn­ar í pistli sín­um.

„Mér leist vel á leik­mann­inn. Hann kom vel fyr­ir, drakk ekki áfengi, notaði ekki tób­ak, var góður í fót­bolta og vildi ganga til liðs við fé­lagið og leggja sitt af mörk­un­um. En hann tók það skýrt fram að hann hefði verið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferðis­brot, nán­ar til­tekið fyr­ir ósæmi­leg skila­boð og snert­ingu á rassi utan klæða.

Hann áttaði sig á því að hann hafði gert slæm mis­tök, undi dómn­um, tók út sína refs­ingu og reyndi að halda áfram með lífið. Leikmaður­inn kom heiðarlega fram strax frá byrj­un. Fé­lagið samdi við leik­mann­inn og hef­ur það sam­starf verið far­sælt fyr­ir báða aðila,“ skrifaði Gunn­ar.

Sam­skiptaráðgjafi hafði sam­band

Sam­skiptaráðgjafi íþrótta- og æsku­lýðsstarf hafði síðar sam­band við fé­lagið vegna um­rædds leik­manns.

En svo bar við að fyr­ir ári síðan þá hafði sam­band við fé­lagið svo­kallaður Sam­skiptaráðgjafi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs sem heyr­ir und­ir mála­svið mennta- og menn­ing­ar­ráðuneyt­is sam­kvæmt lög­um, með KSÍ og ÍSÍ í bak­hönd­inni.Er­indið var að benda okk­ur á að við yrðum að rifta samn­ingi við þenn­an leik­mann og láta hann fara und­ir eins frá fé­lag­inu þar sem við vær­um með barn­astarf.

Þetta kom sem sagt inn á borð fé­lags­ins mörg­um árum eft­ir að viðkom­andi leikmaður hafði brotið af sér en í millitíðinni hafði leikmaður­inn ein­beitt sér að því vera góð fyr­ir­mynd og góður og gegn þjóðfé­lagsþegn, for­dæmt fyrri hegðun sína, tekið út sinn dóm og stofnað fjöl­skyldu en sam­kvæmt Sam­skiptaráðgjafa rík­is­ins var leikmaður­inn enn álit­inn hættu­leg­ur og nú skyldi refsa hon­um aft­ur.“

Bú­inn að fara í gegn­um dóms­kerfið

Gunn­ar hef­ur sjálf­ur gert mis­tök á lífs­leiðinni sem hann kem­ur svo inn á í pistl­in­um.

„En af hverju er ég að setj­ast niður og skrifa þetta núna? Jú, af því að þetta snert­ir mig og mér finnst sárt að sjá hvernig Sam­skiptaráðgjafi rík­is­ins ætl­ar að slaufa leik­mann­in­um með fyrr­greind­um hætti. Sjálf­ur gerði ég líka mis­tök, sjálf­ur er ég með dóm á bak­inu, dóm fyr­ir mann­dráp af gá­leysi.

Ég er bú­inn að fara í gegn­um dóms­kerfið, ég er bú­inn að taka út minn dóm, bú­inn að tak­ast á við sorg­ina, kvíðann og áfall­a­streit­una sem aldrei er langt und­an. Ég er enn að reyna að halda áfram og reyna að vera besta út­gáf­an af sjálf­um mér. En í mér býr ótti, ég ótt­ast að dag einn verði mér slaufað, að ráðherra láti und­an þrýsti­hóp­um og setji í starfs­lýs­ingu Sam­skiptaráðgjafa að elta mig uppi og slaufa mér af því að ég sé hættu­leg­ur ákveðnum hópi fólks og að í mér hljóti að búa ein­beitt­ur brota­vilji og því sé rétt að refsa mér aft­ur.“

Lögð áhersla á slauf­un­ar­menn­ingu

Gunn­ar ít­rek­ar svo að hann eigi ekki sam­leið með ÍSÍ, KSÍ og ráðuneyti íþrótta­mála leng­ur.

„Ég hef sjald­an verið stolt­ari af mínu fé­lagi en ég er í dag og sér­lega ánægju­legt að líta um öxl og sjá hverju það hef­ur áorkað. En ég hef líka áttað mig á því að hvað þetta mál varðar að ég á enga sam­leið leng­ur með ÍSÍ, KSÍ og ráðneyti íþrótta­mála.

Ég vil ekki starfa áfram sem sjálf­boðaliði fyr­ir sjálf­boðaliðahreyf­ingu sem starfar á þenn­an hátt og legg­ur áherslu á slauf­un­ar­menn­ingu. Þess vegna hef því sagt mig frá öll­um trúnaðar­störf­um fyr­ir mitt ástkæra fé­lag og stíg inn í skugg­ann,“ seg­ir Gunn­ar en pist­il­inn má lesa í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert