Hefur gengið vonum framar á tímabilinu

Dagur Dan Þórhallsson hefur átt gott tímabil með Breiðabliki og …
Dagur Dan Þórhallsson hefur átt gott tímabil með Breiðabliki og var besti leikmaður septembermánaðar í Bestu deildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég hef verið mjög ánægður. Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Dagur Dan Þórhallsson, fjölhæfur leikmaður Breiðabliks, en hann var besti leikmaður septembermánaðar samkvæmt M-gjöf Morgunblaðsins. Dagur fékk alls fimm M í fjórum leikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu í mánuðinum. Sjálfur segist Dagur ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu.

„Fyrstu þrjá eða fjóra leikina byrjaði ég á bekknum. Svo meiðist Viktor Karl [Einarsson] og þá kem ég inn í liðið og eftir það hefur þetta verið nokkuð bein braut. Það hefur bara allt gengið frekar vel. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli og hef verið að spila allar mínútur þannig að þetta hefur verið vonum framar,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Á tímabilinu hefur Dagur leyst fjöldann allan af leikstöðum. „Það hefur verið geggjað. Ég hef bara lært að spila nánast allar stöður,“ sagði hann um fjölhæfni sína.

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert