Aðeins meiri pressa á Víkingum núna en áður

Erlingur Agnarsson er markahæsti leikmaður Víkings í Bestu deildinni í …
Erlingur Agnarsson er markahæsti leikmaður Víkings í Bestu deildinni í ár með átta mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Þetta leggst bara mjög vel í okkur og það er mikil spenna. Við erum spenntir fyrir því að reyna að vinna þennan bikar í þriðja skiptið í röð,“ sagði Erlingur Agnarsson, sóknarmaður Víkings úr Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið.

Eftir að hafa unnið bikarmeistaratitilinn í tvö síðustu skipti telur hann aukna pressu á Víkingum. „Ég myndi alveg segja að það væri meiri pressa núna en áður og það er kannski búist við því að við vinnum þennan leik. Ég held að það sé alveg klárt.“

Víkingur vann báða leiki liðanna í Bestu deildinni í sumar, 2:1 á heimavelli og 3:0 á Kaplakrikavelli, en þó var í báðum tilfellum um hörkuleiki að ræða. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni, Víkingur í 2. sæti og FH í 11. sæti, fallsæti.

Viðtalið við Erling í heild sinni og umfjöllun um bikarúrslitaleik FH og Víkings eru í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert