Þróttur vann fimm marka leik í Kópavogi

Taylor Ziemer með boltann gegn Þrótti.
Taylor Ziemer með boltann gegn Þrótti. mbl.is/Hákon Pálsson

Breiðablik og Þrótt­ur mætt­ust á Kópa­vogs­velli í dag í síðustu um­ferð Bestu deild kvenna 2022. Leik­ur­inn endaði 3:2 fyr­ir Þrótt í spenn­andi leik.

Fyr­ir leik­inn var ljóst að Blika­stelp­ur þurftu á sigri að halda til að eiga mögu­leika á Meist­ara­deild­ar­sæti. Stjarn­an var með einu stigi fleiri en þær í 2. sæti og það munaði einu stigi. Blika­stelp­ur þurftu því að vinna leik­inn og vona að Stjarn­an myndi ekki gera það sama.

Blika­stelp­ur byrjuðu leik­inn af­leitt. Eft­ir aðeins tvær mín­út­ur voru þær komn­ar 0:1 und­ir eft­ir mark frá Murp­hy Agnew. Eva í marki Blika sendi bolt­ann beint á Danielle sem keyr­ir í átt að teig Blika, það er lokað á skot hjá henni en þá kem­ur hún með full­komna send­ingu fyr­ir fram­an Murp­hy sem kom hon­um í markið í fyrstu snert­ingu á víta­teigs­lín­unni. Staðan því 1:0 fyr­ir Þrótt.

Á 30. mín­útu tvö­falda Þrótt­ar­ar síðan for­ystu sína. Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir skoraði það mark en hún var ein á móti mark­manni eft­ir flotta send­ingu frá Murp­hy, 2:0 fyr­ir Þrótt.

Nokkr­um mín­út­um seinna komust Þrótt­ar­ar í þriggja marka for­ystu eft­ir mark frá Danielle Marcano. Hún endaði tíma­bilið með 9 mörk og of­ar­lega í list­an­um af marka­hæstu leik­mönn­um deild­ar­inn­ar. Þegar liðin gengu til bún­ings­klefa var staðan 3:0 fyr­ir Þrótt.

Í seinni hálfleik gerðu Blikar tvær breyt­ing­ar á liði sínu. Þær Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir og Írena Héðins­dótt­ir fóru af velli og inn á komu Cl­ara Sig­urðardótt­ir og Hafrún Rakel Hálf­dáns­dótt­ir, einnig fór Natasha Anasi af miðjunni og í haf­sent. 

Þær breyt­ing­ar skiluðu sér sterk­lega en eft­ir aðeins tvær mín­út­ur skoraði Hafrún í fyrstu snert­ingu sinni í leikn­um. Bolt­inn datt fyr­ir hana á fjær­stöng­inni eft­ir snert­ingu frá Írisi í marki Þrótt og þaðan kom hún hon­um inn. Staðan því 3:1.

Tíu mín­út­um síðar eft­ir kröft­uga frammistöðu hjá báðum liðum kom Karítas Tóm­as­dótt­ir með annað mark Blika í leikn­um sem hún skoraði með skalla eft­ir horn­spyrnu, 3:2 fyr­ir Þrótt. 

Um mín­útu seinna skor­ar Ólöf aft­ur fyr­ir Þrótt en það mark dæmt af vegna rang­stöðu. 

Stjarn­an vann sinn leik svo þó að Blikar hefðu náð fram sigri í dag hefði það ekki dugað fyr­ir Meist­ara­deild­ar­sæti og niðurstaðan því 3. sæti hjá Blik­um og 4. hjá Þrótt. 

Breiðablik 2:3 Þrótt­ur R. opna loka
skorar Hafrún Rakel Halldórsdóttir (47. mín.)
skorar Karitas Tómasdóttir (57. mín.)
Mörk
skorar Murphy Agnew (2. mín.)
skorar Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (29. mín.)
skorar Danielle Marcano (34. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Danielle Marcano (53. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Sigur hjá Þrótti í spennandi leik. Breiðablik verður að sætta sig við 3. sæti og Þróttur fagnar 4. sætinu.
90
Stúkan lætur vel í sér heyra núna, stuðningsmenn beggja liða hvetja sína leikmenn.
87 Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) kemur inn á
Aðeins annar leikur hennar á tímabilinu en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Hún hefur þó verið á skírslu í sumar og meðal annars sem varamarkmaður.
87 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) fer af velli
83 Breiðablik fær hornspyrnu
83 Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz (Breiðablik) kemur inn á
83 Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) fer af velli
83 Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir (Breiðablik) kemur inn á
82 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) fer af velli
82 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) á skot framhjá
81 Breiðablik fær hornspyrnu
80 Þróttur R. fær hornspyrnu
79 Þróttur R. fær hornspyrnu
78 Breiðablik fær hornspyrnu
77
Aukaspyrna sem Blikar fá á miðjum vallarhelming Þrótts. Boltin endar í fjögura manna hrúgu en að lokum komst Íris í hann.
74 Gema Simon (Þróttur R.) kemur inn á
74 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.) fer af velli
71 Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) kemur inn á
71 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) fer af velli
70 Breiðablik fær hornspyrnu
68 Breiðablik fær hornspyrnu
Íris undir pressu og í vandræðum og endar á að senda hann út af.
67 Breiðablik fær hornspyrnu
66 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot framhjá
Tekur hann á kassann og tekur hann svo á lofti en skotið rétt yfir.
64
Elísabet, Vigdís og Íris slást um boltann inn í teig Blika eftir að Clara vann hann á miðjunni. Þróttara dúóið sterkari og Íris nær boltanum.
60 Þróttur R. fær hornspyrnu
59
RANGSTÖÐUMARK! Ólöf ætlaði að vera snögg að svara þessu en flaggið fór upp. Þvílíklur leikur sem þetta er orðið
57 MARK! Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) skorar
3:2! Allt annað að sjá Blika í seinni hálfleik! Þvílíkur kraftur. Karítas stangar hann inn eftir hornspyrnu og núna eru við með leik.
56 Breiðablik fær hornspyrnu
56
Þarna hefði Clara þurft að gera miklu betur. Boltinn í gegn og Íris æðir úr markinu. Clara fer framhjá henni en tekur allt of langan tíma og þrír þróttarar komast fyrir þetta áður en skot hennar fer í Þróttara og burt.
54 Breiðablik fær hornspyrnu
53 Danielle Marcano (Þróttur R.) fær gult spjald
47 MARK! Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) skorar
3:1! Hafrún með fyrstu snertingu sinni í leiknum kemur boltanum í netið. Aukaspyrna sem Agla María tekur á miðjum vallarhelming Þrótts, Íris nær til hans en blakar honum fyrir framan fjærstöngina þar sem Hafrún kom á hlaupum og setti hann inn.
46 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) fer af velli
46 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) fer af velli
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Blikastelpur ekki búnar að komast inn í leikinn og í þokkabót er Stjarnan 2:0 yfir í leik sínum gegn Keflavík. Afskaplega litlar líkur eru því á Meistaradeildarsæti hjá Blikum.
45 Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Karen í skotfæri og varnartaktík Danielle var að hoppa framhjá henni, Karen beið eftir að hoppið kláraðist og skaut á markið en það fór yfir.
43 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
41 Breiðablik fær hornspyrnu
Vigdís á harðaspretti inn í vítateig en Elísabet Freyja með vel tímasetta tæklingu og kemur þessu í horn.
37 Breiðablik fær hornspyrnu
Daniell átti sprett upp völlin en Blikar komu þessu í horn. Hún er núna með 9 mörk í deildinni aðeins einu frá Jasmín Erlu í Stjörnunni sem er markahæst með 10 mörk.
34 MARK! Danielle Marcano (Þróttur R.) skorar
3:0!!!!!! Danielle dansar framhjá varnamönnum Blika og kemur boltanum svo í markið. Virkilega vel gert hjá henni en virkilega sorgleg frammistaða hjá Blikum.
34 Murphy Agnew (Þróttur R.) á skot framhjá
29 MARK! Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) skorar
2:0! Murphy með flotta sendingu í gegn sem endar hjá Ollu, hún var þá ein á móti markmanni og sendi hann af öryggi framhjá Evu í markinu.
28 Breiðablik fær hornspyrnu
Beint út af.
28 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Íris með sendingu beint á Blika, Birta fær boltan og tekur snúning en Íris ver skot hennar í horn.
21
Íris að leika sér að eldinum, er undir hápressu, sólar Vigdísi en missir hann hættulega langt frá sér en nær svo að sóla hana aftur. Ég á alveg ótrúlega erfitt að horfa á markmenn svona kalda.
19 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar vinna boltann í hápressu og Írena á skot sem fer í stöngina, bottin fer aftur út í teig og þar er Vigdís mætt en fyrsta snerting hennar of föst og beint á Íris í markinu.
16
Heiðdís komin aftur inn á og á furðulega tilraun að hreinsun frá marki sem fer beint upp í loftið en Eva grípur.
13 Þróttur R. fær hornspyrnu
13 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Rosalegur sprettur hjá Ólöfi skilur Heiðdísi eftir liggjandi í grasinu á miðjunni og hleyur upp allan völlinn. Heiðdís fær aðhlynningu og kemur út af meðan Þróttur fær horn, vonandi í lagi með hana.
10 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað og Agla María tekur en hittir rétt framhjá.
4 Breiðablik fær hornspyrnu
2 MARK! Murphy Agnew (Þróttur R.) skorar
1:0! Eva Nicole í marki Blika með lélega sendingu beint á Daniell. Hún reynir að koma sér í skotfæri fyrir utan teiginn en nær því ekki, hún kemur þó með fullkomna sendingu fyrir framan Murphy sem setur hann í marki í fyrstu snertingu.
1 Leikur hafinn
0
Á sama tíma er síðasta umferð í Bestu deild kvenna árið 2022 flautuð á, kl. 14.00. Þegar er ljóst að Valur er Íslandsmeistari og KR og Afturelding falla. Hvort Breiðablik eða Stjarnan fær Meistaradeildarsætið er því það eina sem spilað er um í dag.
0
Þróttur vann síðasta leik sinn 5:0 gegn KR. Þær gera eina breytingu á síðu liði frá þeim leik. Gema Simon fer út og Murphy Agnew kemur inn.
0
Breiðablik tapaði síðasta leik sínum sem var gegn Selfoss 0:2 og þær gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Clara Sigurðardóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir fara á bekkinn og í þeirra stað koma Taylor Ziemer og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
0
Fyrri leik liðanna endaði 3:0 fyrir Breiðablik.
0
Stjarnan er í 2. sæti og ef þær vinna sinn leik gegn Keflavík í dag þá er Meistaradeildarsætið þeirra. Hvort sem Blikar vinna sinn leik eða ekki.
0
Breiðablik verður helst að vinna til að eiga möguleika á að hafna í öðru sæti og vera með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þróttur er í fjórða sæti.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þróttar úr Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Eva Nichole Persson. Vörn: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Rakel Hönnudóttir 87), Natasha Anasi, Heiðdís Lillýardóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Hafrún Rakel Halldórsdóttir 46). Miðja: Taylor Ziemer, Karitas Tómasdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir (Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz 83). Sókn: Agla María Albertsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Clara Sigurðardóttir 46), Birta Georgsdóttir (Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir 83).
Varamenn: Telma Ívarsdóttir (M), Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz, Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir, Laufey Harpa Halldórsdóttir.

Þróttur R.: (4-3-3) Mark: Íris Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Vörn: María Eva Eyj­ólfs­dótt­ir, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Gema Simon 74), Sóley María Steinarsdóttir, Laurena Baumann. Miðja: Jelena Tinna Kujundzic, Murphy Agnew, Sæunn Björnsdóttir. Sókn: Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Freyja Karín Þorvarðardóttir 71), Danielle Marcano, Andrea Rut Bjarna­dótt­ir.
Varamenn: (M), Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir, Guðrún Ólafía Þor­steins­dótt­ir, Hildur Laila Hákonardóttir, Brynja Rán Knudsen, Gema Simon.

Skot: Breiðablik 8 (5) - Þróttur R. 6 (4)
Horn: Breiðablik 12 - Þróttur R. 4.

Lýsandi: Ásta Hind Ómarsdóttir
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
1. okt. 2022 14:00

Aðstæður:

Dómari: Elías Ingi Árnason
Aðstoðardómarar: Breki Sigurðsson og Bjarni Víðir Pálmason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert