„Ég er svo meyr“

Ameera Hussen í baráttunni í dag.
Ameera Hussen í baráttunni í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Bestu deild kvenna lauk í dag þegar að síðasta um­ferðin átti sér stað. ÍBV tók á móti Aft­ur­eld­ingu á Há­steinsvelli og enduðu leik­ar 3:0 fyr­ir ÍBV.

Liðið endaði í sjötta sæti með 29 stig, sama stiga­fjölda og Sel­foss en verri marka­tölu. Mbl.is gaf sig á tal við Ameeru Hus­sen sem hef­ur verið lyk­il­leikmaður í liði ÍBV á tíma­bil­inu og var með mark og tvær stoðsend­ing­ar í leikn­um í dag.

„Ég er svo meyr. Ég er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið að koma og spila hérna í sum­ar. Ég er svo þakk­lát þjálf­ur­un­um og fé­lag­inu fyr­ir að hafa trú á mér. Ég á erfitt með að setja það í orð, ég veit ekki hvar ég verð næsta sum­ar en ég veit að framtíðin er björt hjá ÍBV íþrótta­fé­lag­inu“ sagði Ameera við mbl.is eft­ir leik.

„Per­sónu­lega langaði mig að byrja alla leik­ina og til þess þarf maður að standa sig vel á æf­ing­um þannig að mér fannst það gott mark­mið. Mig langaði líka að ná inn mörk­um og stoðsend­ing­um en í byrj­un sum­ars fannst mér ég eiga aðeins erfitt með það. Ég var svo­lítið í hausn­um á mér og ekki nógu viss með mig en þegar á leið þá fór ég að líkj­ast sjálfri mér meir“

Fyr­ir tíma­bilið spáði mbl.is ÍBV sjö­unda sæt­inu en liðið endaði í sjö­unda sæti á síðustu leiktíð með 22 stig.

„Ég er bara nokkuð sátt með okk­ur. Stund­um hefðum við getað ýtt aðeins meir til að fá meira út úr leikj­um. Við stóðum oft jafn­fæt­is við liðin í efri hluta deild­ar­inn­ar og hefðum átt að hirða fleiri stig á móti mörg­um þeirra. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og sækja þrjú auðveld stig og þannig vilj­um við hafa það.

Sem lið langaði okk­ur að gera bet­ur en í fyrra og við gerðum það. Við get­um verið svo­lítið óút­reikn­an­leg­ar, unn­um kannski stór­sig­ur og töpuðum svo eða gerðum jafn­tefli í leik sem við átt­um að vinna eða sækja stig í. Það eru von­brigði því að maður get­ur ekki fengið þann leik aft­ur “

Hvaða lær­dóm má draga af þessu tíma­bili hjá ykk­ur?

„Við þurf­um svo­lítið að fara í gegn­um það hvernig við verj­umst sam­an sem lið því að varn­ar­vinna vinn­ur leiki. Við átt­um erfitt með það í sum­um leikj­um en yf­ir­höfuð gerðum við það ágæt­lega. Nú er bara að fara yfir mynd­bönd og skoða það sem að maður þarf að bæta sig. Við þurf­um líka að ein­beita okk­ur af því að það er ekki nóg að ná skoti á markið held­ur þarf bolt­inn að fara yfir lín­una til þess að það telji.

Við erum að ná mörg­um skot­um á markið í leik en ekki nógu mikið af þess­um skot­um er að fara inn í markið. Það er eitt­hvað sem við get­um unnið með á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu“ sagði Ameera áður en hún þakkaði fyr­ir sig og dreif sig inn í bún­ings­klefa að fagna með liðsfé­lög­um sín­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert