Í vikunni fóru af stað fréttir um að Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefði fyrr á árinu rætt við Heimi Hallgrímsson um mögulega endurkomu hans í starf landsliðsþjálfara karla.
Vanda staðfesti orðróminn sjálf við Fréttablaðið en í kringum þetta hafa spunnist umræður um vinnubrögð formannsins og hvort hún hafi með þessu grafið undan trausti sambandsins til Arnars Þórs Viðarssonar.
Ég sé ekki betur en að Vanda hafi gert allt rétt og í raun bara verið að gera skyldu sína. Sem formaður KSÍ þarf hún að vera á tánum.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag