Gat ekki beðið um tommu meira frá liðinu

FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson verst Ara Sigurpálssyni í leiknum í kvöld.
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson verst Ara Sigurpálssyni í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálf­ari FH, var að von­um svekkt­ur eft­ir 3:2-tap liðsins gegn Vík­ingi í fram­lengd­um úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars karla á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

„Þetta er auðvitað bara svekkj­andi og það er mikið af svekkt­um strák­um inni í klefa hjá okk­ur. Sem þjálf­ari gat ég ekki beðið um tommu meira frá liðinu, það skildu all­ir allt eft­ir á vell­in­um, eins og sást und­ir lok­in. Þrátt fyr­ir allt er þetta samt frá­bær upp­lif­un fyr­ir yngri leik­menn­ina, þetta er það sem menn vilja stefna að þegar þeir eru í þess­um bransa.“

FH sýndi mik­inn karakt­er með því að koma tvisvar til baka í leikn­um eft­ir að hafa lent und­ir. 

„Það voru kafl­ar í fyrri hálfleik eft­ir að við jöfn­um þar sem mér fannst við vera að ná yf­ir­hönd­inni. Aft­ur á móti var kafli í seinni hálfleik þar sem okk­ur gekk illa að halda bolt­an­um og Vík­ing­arn­ir voru mun meira með hann. Við vor­um aðeins of stressaðir stund­um en náðum okk­ur samt upp úr því og jöfn­um en það var full mik­ill skell­ur að fá sig mark eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur í fram­leng­ing­unni.

Það eru enn fimm leik­ir eft­ir af Íslands­mót­inu þar sem FH er í mik­illi fall­bar­áttu. Hvaða áhrif hef­ur svona tap á þessa leiki?

„Von­andi náum við að nýta okk­ur þetta. Auðvitað er upp­lif­un­in sem fylg­ir svona úr­slita­leik meiri en í venju­leg­um deild­ar­leik en við erum bara ekk­ert að fara í venju­lega deild­ar­leiki. Við erum að fara í fimm úr­slita­leiki. Von­andi get­um við tekið eitt­hvað úr þess­um leik inn í þá törn. Það er til mik­ils að vinna.“

Eiður gerði breyt­ing­ar á liði sínu fyr­ir leik­inn. Var erfitt að skilja reynslu­mikla menn eins og Steven Lennon og Krist­in Frey Sig­urðsson eft­ir á bekkn­um?

„Það er alltaf erfið ákvörðun þegar þú ert með 20 manna hóp þar sem all­ir eru 100% klár­ir, al­veg sama hvaða leikmaður á í hlut og hvaða stöðu hann spil­ar. Ég verð bara að hrósa mönn­um fyr­ir það hvernig þeir tóku þess­ari ákvörðun og komu til­bún­ir inn þegar þeim var skipt inná. Líka þeir sem spiluðu ekki, þetta er alltaf erfið ákvörðun þegar kem­ur að úr­slita­leik.“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert